GleðistraumurSýnishorn
Hefurðu velt því fyrir þér af hverju þú hefur ekki getað nýtt þér kraftaverka uppfyllandi grundvallar gleðina sem Biblían talar um? Kannski á prringurinn rætur sínar að rekja til þess að þú hefur verið að leita að gleði á röngum stöðum. Ef þú trúir því að tilkomumikil háskólamenntun, tandurhreint heimili eða 5 stillt börn eru lykilorðið inn í konungsríki gleðinnar ... þá hefuru rangt fyrir þér. Ef þú heldur að það að missa 13 kíló eða að giftast draumamakanum þínum eða að eiga vegabréf fyllt stimplum frá framandi stöðum langt í burtu muni gefa þér tryggingu um fullkomna og eilífa gleði ... þá aftur, vinur minn...hefurðu rangt fyrir þér. Gleðina er að finna á aðeins einum stað ... "Í nærveru hans er gnótt gleði!"
Ef þú þráir svo fyllandi gleði sem rís yfir allar aðrar kringumstæður í lífi þínu þarftu að eyða tíma í nærveru Drottins. Ef þú þráir gleði sem mun bóksatflega standast allar sorglegar aðstæður þá þarftu að velja að marinera í nærveru hans.
Hvernig gerirðu það? Það er í raun ekki svo erfitt. Þú velur að forgangsraða tíma í að lesa Biblíuna þína á hverjum degi ... þú getur kveikt á lofgjörðartónlist og jafnvel sungið með! Ef þú er mjög hugrakkur/hugrökk og mjög örvæntingarfull/ur ... muntu kjósa að lifta höndunum upp í loft sem táknmynd upp á undirgefni í lofgjörð. Annar spennandi kostur er að verja tíma ein/n í bæn á hverjum degi. Bara þú og Jesú. Lokaðu einfaldlega hurðinni að herberginu þínu og farðu á hnén við rúmið þitt og talaðu opinskátt við þann sem þekkir þig best og elskar þig mest.
Þegar þú stendur upp og ferð út um dyrnar að herberginu til að horfast í augu við heiminn ... muntu finna að þú ert ekki ein/n. Þú ert með besta vin þinn til að ganga í gegnum daginn með þér. Hvað heitir nýji besti vinur þinn? Þú getur einfaldlega kallað þennan vin ... Gleði!
Ef þú þráir svo fyllandi gleði sem rís yfir allar aðrar kringumstæður í lífi þínu þarftu að eyða tíma í nærveru Drottins. Ef þú þráir gleði sem mun bóksatflega standast allar sorglegar aðstæður þá þarftu að velja að marinera í nærveru hans.
Hvernig gerirðu það? Það er í raun ekki svo erfitt. Þú velur að forgangsraða tíma í að lesa Biblíuna þína á hverjum degi ... þú getur kveikt á lofgjörðartónlist og jafnvel sungið með! Ef þú er mjög hugrakkur/hugrökk og mjög örvæntingarfull/ur ... muntu kjósa að lifta höndunum upp í loft sem táknmynd upp á undirgefni í lofgjörð. Annar spennandi kostur er að verja tíma ein/n í bæn á hverjum degi. Bara þú og Jesú. Lokaðu einfaldlega hurðinni að herberginu þínu og farðu á hnén við rúmið þitt og talaðu opinskátt við þann sem þekkir þig best og elskar þig mest.
Þegar þú stendur upp og ferð út um dyrnar að herberginu til að horfast í augu við heiminn ... muntu finna að þú ert ekki ein/n. Þú ert með besta vin þinn til að ganga í gegnum daginn með þér. Hvað heitir nýji besti vinur þinn? Þú getur einfaldlega kallað þennan vin ... Gleði!
Ritningin
About this Plan
Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.
More
Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com