GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 5 OF 31

Páll og Sílas voru barðir þar til þeir fengu marbletti og blæddi. Fötin þeirra voru rifin utan af þeim með ofbeldi og þeir þurftu á læknishjálp að halda. Páll og Sílas, þessir mögnuðu menn Guðs sem ferpuðust um hinn forna heim og kunngjörðu fagnaðarerindið um Jesú Krist, var kastað í rómverskt fangelsi og fæturnir bundnir við stokka.

Rómverskt fangelsi var staður tafarlausrar geðveiki; það tók bara nokkrar nætur á þessum daunilla, svarta stað til að missa vitið. Staðsett í undirheimum jarðarinnar, þetta var staður sem lyktaði af hlandi og ælu. Fangar fengu bara eina máltíð af mygluðu brauði og lyktandi skítugu vatni, sem hafði þegar verið notað fyrir aðra óhugsandi hluti, á dag.

Í hvert sinn sem fangavörður kom með mat passaði hann að sparka í fangann á stað sem það myndi skemma mest út frá sér og myndi vera sársaukafyllst. Rómverskir fangar sátu í eigin skít dag eftir dag. Þá skriðu smádýr og skordýr um lík fanga. Köngulær skriðu inn og út um nasir fangans á meðan rottur flökkuðu frjálslega um aðra persónulega staði á óhultu líki fangans.

Rétt um miðnætti, þegar flestir eru farnir að örvænta og sökkva í þunglyndi, fundu Páll og Sílas gleði! Þeir fundu hana í rotinni lykt fangelsisins og raka vonleysis. Þeir fundu gleði með fæturna bundna í vonleysi og í holræsi tilveru þeirra.

Páll og Sílas völdu að lofa Jesú á versta tíma lífs þeirra. Páll og Sílas fundu gleði! Svo... hver er þín afsökun?

Sem kristnir einstaklingar hefur okkur verið fengin ábyrgð ... já ... heilög skylda jafnvel ... að mæta því versta sem lífið hefur upp á að bjóða með ögrandi gleði!

Þegar þú velur að lofa Guð óheflað á versta tíma lífs þíns, passaðu þig! Himnarnir gætu byrjað að rugga til grundvelli lífs þíns til að frelsa þig frá kringumstæðum lífsins sem binda þig.

Ritningin

Dag 4Dag 6

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com