GleðistraumurSýnishorn
Þegar við hugsum um krossinn á Golgata vitum við að Jesú dó til að fyrirgefa syndir okkar. Við vitum án nokkurs vafa að Jesú dó fyrir hverja ranga ákvörðun sem við munum nokkurn tímann taka. Auðmjúklega samþykkjum við þá staðreynd að krossinn var nauðsynlegur svo að okkur væri fyrirgefið og við gætum lifað að eilífu með Guði.
Ef það væri eina verk Golgata hefði það verið nóg. Það hefði verið meira en nóg! Eilífðin ásamt fyrirgefningu er besta gjöf sem gefin hefur verið í mannkynssögunni. Golgata gerði hinsvegar miklu meira en það. Jesú fór á krossinn til að þú myndir ekki lengur vera fórnarlamb þunglyndis og sorgar. Jesú dó til að þú gætir upplifað gleði hans á þrátt fyrir að búa á því átakasvæði sem er jörðin getur verið.
Þegar Jesú hékk á krosinnum, hékk hann þar ekki bara fyrir hjálpræði þitt heldur líka fyrir gleðina þína. Ef ég væri þú myndi ég ekki sætta mig við neitt minna en gleði! Þú skuldar sjálfri/sjálfum þér það ... fjölskyldunni þinni ... nærumhverfi þínu ... kirkjunni þinni ... og Jesú að ganga í gleðinni sem hann dó til að veita þér!
Ef það væri eina verk Golgata hefði það verið nóg. Það hefði verið meira en nóg! Eilífðin ásamt fyrirgefningu er besta gjöf sem gefin hefur verið í mannkynssögunni. Golgata gerði hinsvegar miklu meira en það. Jesú fór á krossinn til að þú myndir ekki lengur vera fórnarlamb þunglyndis og sorgar. Jesú dó til að þú gætir upplifað gleði hans á þrátt fyrir að búa á því átakasvæði sem er jörðin getur verið.
Þegar Jesú hékk á krosinnum, hékk hann þar ekki bara fyrir hjálpræði þitt heldur líka fyrir gleðina þína. Ef ég væri þú myndi ég ekki sætta mig við neitt minna en gleði! Þú skuldar sjálfri/sjálfum þér það ... fjölskyldunni þinni ... nærumhverfi þínu ... kirkjunni þinni ... og Jesú að ganga í gleðinni sem hann dó til að veita þér!
Ritningin
About this Plan
Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.
More
Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com