GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 12 OF 31

Jesú gekk í gegnum erfiðar kringumstæður og þrautir á meðan hann var á jörðinni sem maður. Krossinn var meira en erfið áskorun eða óþægileg reynsla. Krossinn var þjáning! Krossinn var kvöl! Mesta þjáning sem þekkst hefur. Hvernig gat Jesú afborið krossin og líkamlegu kvölina sem hann var neyddur til að þola?

Hann hélt út á krossinum jafnvel þó hann hefði óbeit á sársaukanum vegna gleðinnar sem hann stóð frammi fyrir. Hver var gleðin sem Jesú sá þegar hann var á krossinum? Hver var þess ótrúlega gleði sem hélt athygli Jesú þegar sársaukinn varð honum næstum að orfurliði borinn? Gleðin sem gaf Jesú styrkinn til að halda áfram varst þú ... og ég. Við erum gleðin hans og hann er gleðin okkar!

Jesú vissi að hann þyrfti að deyja svo að við gætum lifað... það var honum eintóm gleði! Jesú vissi að hann þurfti að vera nelgdur á krossinn svo að við yrðum frjáls frá sársauka, fíkn og þunglyndi...það var honum ólýsanleg gleði. Jesú vissi að líkaminn hans þurfti að þola sársaukan sem fylgdi þessum skelfilega dauðdaga svo að við gætum orðið heil... og hann gerði það með gleði í hjarta.

Naut Jesú þess sem hann þurfti að ganga í gegnum? Nei... Biblían segir okkur að hann fyrirleit það...en hann gerði það því hann nefndi þig ,,Gleði". Við getum verið glöð af því að við höfum hann!
Dag 11Dag 13

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com