GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 17 OF 31

Aldrei í sögunni hefur her verið jafn tilbúinn og herinn sem Jósafat hafði í landi Júda. Þeir höfðu einblínt á Drottinn! Þeir höfðu dvalið í húsi Guðs! Þeir höfðu fastað og beðið! Þeir höfðu fallið fram á ásjónu sína í tilbeiðslu! Og þeir hrópuðu siguróp áður en bardaginn hófst!

Á meðan fólkið undir stjórn Jósafat söng og lofaði var Guð að herja bardagann. Lögmál Guðs breytast aldrei og Guð mun berjast fyrir þig ef þú verð lífi þínu í söng og lofgjörð. Trúirðu því? Ef trúir því munt Þú eyða minni tíma í áhyggjur og mun meiri tíma í tilbeiðslu! Ef þú einlæglega trúðir þessu lögmáli úr 2. Kronikubók myndir þú verja meiri tíma í lofgjörð og minni tíma í að slúðra.

Þegar þú fylgir lögmáli Guðs og þeim leiðum sem má finna í Biblíunni munum við alltaf vera meira en sigurvegarar af því að við þjónum Guði sem leiðir okkur alltaf áfram í sigri!

Þessi umkringda þjóð varði þremur dögum í að safna saman ránsfengum og jafnvel þá var það meira en þau gátu borið. Guð er ríkur af miskunn til handa þeim sem ákalla nafn hans á erfiðustu tímum lífsins. Guð mun alltaf gera svara umfram bænum og væntingingum fólkins hans þegar við veljum að tilbiðja fremur en að kveina.

Fólkið sneri til Jerúsalem með gleði...upplifðu frið í hjartanu...og Guð gaf þeim hvíld á alla vegu. Það er betra en hamingja til æviloka, er það ekki?!
Dag 16Dag 18

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com