GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 18 OF 31

Hvað þráir sál þín? Langar þig að græða mikinn pening? Langar þig að skamma maka þinn í eitt skipti fyrir öll? Þráirðu fullan nætursvefn? Viltu geta tjáð þig og fengið þínu fram án þess að hika? Sálmaskáldið þráði að komast í forgarða Drottins! Davíð einfaldlega þráði að fá að verja tíma með Guði í öllu því dásamlega sem þar mátti finna.

Þú munt aldrei upplifa gleðina sem er ætluð þér fyrr en þú vinnur úr þeim málum sem fylgja löngunum lífs þíns. Þegar þú þráir loks nærveru Guðs og þráir að lifa lífinu eins og Hann ætlaði en ekki á þinn eigin hátt, þá á því dýrmæta augnabliki muntu hljóta gleðina Hans. Þegar þú gerir þér grein fyrir því að lífið snýst ekki um þig... heldur snýst það um Hann... að þú upplifir þá fullnægjandi gleði sem finnst einungis í nærveru hans. Dýpstu og mest aðkallandi langanir sálarinnar munu bara hafa unun í Honum.

Ég vona að þú hafir fengið að upplifa hina ótrúlegu ánægju sem fylgir því að syngja Guði lofsöng. Næst þegar þér finnst þú vera að springa af reiði... hvað með að syngja lag fullt lofgjörðar í staðinn? Næst þegar þig langar að segja þína hlið á sögunni... hvað með að lúta höfði og leyfa sálmi að gefa sálinni frið? Næst þegar þú ert dæmd/ur af samstarfsmönnum í vinnunni... hvað með að raula lofgjörðarlag með sjálfri/um þér?

Endurforritaðu viðbrögðin þín úr reiði í söng... úr vonbrigðum í lofgjörð... og úr óþolinmæði í tilbeiðslu. Guði er umhugað um það hvernig við bregðumst við þessum daglegu málum í lífinu og eins og sálmaskáldið, fyrir löngu síðan, mun ég velja að syngja!
Dag 17Dag 19

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com