GleðistraumurSýnishorn
Jósafat tók tvær mjög góðar ákvarðanir í þessum köflum ritningarinnar. Við þurfum að skoða ákvarðanir þessa unga stjórnanda svo að við getum líka unnið hvern þann bardaga sem óvinurinn kemur okkur í.
Fyrst af öllu leitaði Jósafat hjálpar frá Guði. Hann fór ekki til besta vinar síns... gúgglaði hvað samfélagsrýnar hafa um málið að segja... hann skrifaði ekki Facebook-færslu um það sem hann var að ganga í gegnum.... eða keypti Morgunblaðið. Jósafat fór til Drottins þegar hann stóð frammi fyrir óvini og þú ættir að gera eins.
Hvernig gerum við þetta? Við förum með bardagann að orði Guðs. Ef bardaginn þinn er þunglyndi sjáðu hvað Biblían hefur að segja um þunglyndi og gleði. Ef þú átt í líkamlegum bardaga við sjúkdóm skoðaðu orðalykil og lestu öll versin um lækningu og bæn sem þú finnur. Ef þú ert í mikilli skuld sjáðu hvað Biblían segir um vistir, gjafir og tíund.
Önnur góða ákvörðun Jósafts konungs var að dvelja í húsi Guðs. Ekki leyfa bardaganum að taka þig út úr kirkjunni eða úr samfélaginu við fólk Guðs! Margir kristnir hætta að fara í kirkju því þau eru þunglynd, stressuð eða veik. Þú þarft að dvelja í húsi Guðs til að heyja orrustuna á Guðs hátt.
Ef hjarta þitt þráir að vera kristinn einstaklingur sem er fylltur krafti himinsins þarftu að móta líf þitt eftir fordæmi Jósafats og sækja svörin í orð Guðs. Eins og Jósafat muntu njóta nærveru Guðs sem má finna í húsi Guðs.
Fyrst af öllu leitaði Jósafat hjálpar frá Guði. Hann fór ekki til besta vinar síns... gúgglaði hvað samfélagsrýnar hafa um málið að segja... hann skrifaði ekki Facebook-færslu um það sem hann var að ganga í gegnum.... eða keypti Morgunblaðið. Jósafat fór til Drottins þegar hann stóð frammi fyrir óvini og þú ættir að gera eins.
Hvernig gerum við þetta? Við förum með bardagann að orði Guðs. Ef bardaginn þinn er þunglyndi sjáðu hvað Biblían hefur að segja um þunglyndi og gleði. Ef þú átt í líkamlegum bardaga við sjúkdóm skoðaðu orðalykil og lestu öll versin um lækningu og bæn sem þú finnur. Ef þú ert í mikilli skuld sjáðu hvað Biblían segir um vistir, gjafir og tíund.
Önnur góða ákvörðun Jósafts konungs var að dvelja í húsi Guðs. Ekki leyfa bardaganum að taka þig út úr kirkjunni eða úr samfélaginu við fólk Guðs! Margir kristnir hætta að fara í kirkju því þau eru þunglynd, stressuð eða veik. Þú þarft að dvelja í húsi Guðs til að heyja orrustuna á Guðs hátt.
Ef hjarta þitt þráir að vera kristinn einstaklingur sem er fylltur krafti himinsins þarftu að móta líf þitt eftir fordæmi Jósafats og sækja svörin í orð Guðs. Eins og Jósafat muntu njóta nærveru Guðs sem má finna í húsi Guðs.
About this Plan
Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.
More
Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com