GleðistraumurSýnishorn
Hvernig á einstaklingur að eiga gleði á sama tíma og hann upplifir það að ganga í gegnum erfiða reynslu? Það hljómar bara of andlegt til að vera raunhæft. Hver heldur Heilagur Andi eiginlega að við séum? Einhver Móðir Theresa týpa af Pollýönnu og Mary Poppins?!
Að velja að vera glaður kristinn einstaklingur þrátt fyrir að ganga í gegnum mannlegan sársauka virðist háleitt fyrir flestum ... og hreinlega óraunhæft fyrir öðrum. Hvernig getur nokkur heill maður hugleitt erfiða reynslu sem ástæðu fyrir gleði?! Af hverju...það er bara fáránlegt! Það er í besta falli óhugsandi...nema, þú auðvitað þekkir Jesú. Þá er það að velja gleði mitt í vonbrigðunum raunverulegur valmöguleiki!
Sannleikurinn er sá: við getum átt gleði án tillits til þess áfalls eða harmleiks sem henti okkur af því að ekkert getur skilið okkur frá nærveru hans. Í nærveru hans er ávallt gnótt af gleði. Hvorki sambönd né sjúkdómar geta neitað okkur um þann styrk og huggun sem nærvera hans veitir okkur. Fjárhagsleg eyðileggin, sambandsáskoranir og jafnvel brotin hjörtu hafa ekki vald til að fjarlægja börn hans frá elsku og umhyggju Föður þeirra. Hjónaskilnaður getur ekki neitað okkur aðgangi að elsku hans og uppreisnargjörn börn munu ekki halda þig fjarri öllu því sem hann er.
Við eigum að velja gleði í þeim kringumstæðum þegar gleði væri síðasti valkosturinn. Þegar við erum reið við annað fólk ... vonsvikin með lífið ... buguð af sorg ... eða kvalin af þunglyndi ... Jakob leiðir okkur að heilbrigðari valmöguleika: GLEÐI!
Veraldlegar kringumstæður geta stolið hamingjunni frá okkur en aldrei gleðinni! Svo næst þegar erfiðleikar eru á leið í áttina að þér ekki bjóða þunglyndið velkomið heldur teldu upp ástæðurnar fyrir því afhverju þú er fyllt/ur gleði og ert mettaður sem kristinn einstaklingur!
Gleði er svo sannarlega prófið sem ákvarðar hvort við höfum ásett okkur dvelja áfram í nærveru Guðs.
Að velja að vera glaður kristinn einstaklingur þrátt fyrir að ganga í gegnum mannlegan sársauka virðist háleitt fyrir flestum ... og hreinlega óraunhæft fyrir öðrum. Hvernig getur nokkur heill maður hugleitt erfiða reynslu sem ástæðu fyrir gleði?! Af hverju...það er bara fáránlegt! Það er í besta falli óhugsandi...nema, þú auðvitað þekkir Jesú. Þá er það að velja gleði mitt í vonbrigðunum raunverulegur valmöguleiki!
Sannleikurinn er sá: við getum átt gleði án tillits til þess áfalls eða harmleiks sem henti okkur af því að ekkert getur skilið okkur frá nærveru hans. Í nærveru hans er ávallt gnótt af gleði. Hvorki sambönd né sjúkdómar geta neitað okkur um þann styrk og huggun sem nærvera hans veitir okkur. Fjárhagsleg eyðileggin, sambandsáskoranir og jafnvel brotin hjörtu hafa ekki vald til að fjarlægja börn hans frá elsku og umhyggju Föður þeirra. Hjónaskilnaður getur ekki neitað okkur aðgangi að elsku hans og uppreisnargjörn börn munu ekki halda þig fjarri öllu því sem hann er.
Við eigum að velja gleði í þeim kringumstæðum þegar gleði væri síðasti valkosturinn. Þegar við erum reið við annað fólk ... vonsvikin með lífið ... buguð af sorg ... eða kvalin af þunglyndi ... Jakob leiðir okkur að heilbrigðari valmöguleika: GLEÐI!
Veraldlegar kringumstæður geta stolið hamingjunni frá okkur en aldrei gleðinni! Svo næst þegar erfiðleikar eru á leið í áttina að þér ekki bjóða þunglyndið velkomið heldur teldu upp ástæðurnar fyrir því afhverju þú er fyllt/ur gleði og ert mettaður sem kristinn einstaklingur!
Gleði er svo sannarlega prófið sem ákvarðar hvort við höfum ásett okkur dvelja áfram í nærveru Guðs.
Ritningin
About this Plan
Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.
More
Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com