GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 8 OF 31

Ég er ekki læknir, en ég er með lyfseðil fyrir þig!
Ef þú átt við þunglyndi eða depurð að stríða, hlustaðu á lofgjörðartónlist þrisvar á dag. Kannski langar þig að lyfta höndum í lofgjörð eða sitja hljóð/ur og njóta friðarins sem flæðir frá nærveru Hans. Fyrir hugrakka hvet ég þig til að taka undir með Davíð og dansa frammi fyrir Guði. Taktu frá 5-10 mínútur á morgnana, hádeginu og á kvöldin og syngdu með tónlistinni í einlægri lofgjörð!

Ef það er ekki nóg að fá einn lyfseðil, prófaðu þennan: opnaðu Biblíuna þína þrisvar á dag og lestu eitt til tvö vers. Ef þú ert í djúpum depurðar, byrjaðu á Sálmunum og lestu þrjú til fimm vers í hvert skiptið. Leyfðu orðum Sálmaskáldsins að flæða yfir þig og koma inn með sinn lækningarkraft í lífi þínu.

Taktu frá tíma þrisvar á dag til að biðja fyrir einhverjum öðrum. Haltu bænadagbók og skrifaðu niður þarfir annarra og óskir um fyirbæn. Þegar þú gefur einhverjum með bæn munu blessanirnar og styrkurinn frá bænum þínum endurkastast yfir líf þitt.

Að lokum, taktu frá tíma til að þjóna einhverjum öðrum einu sinni í viku. Passaðu fyrir ungu mömmuna sem þarf andlega pásu. Fáðu þér kaffi með ekkju og hlustaðu á hjarta hennar. Bjóddu fram krafta þína til að útbúa mat fyrir einhvern sem hefur ekki liðið vel. Ekki vanmeta kraft góðvildar. Góðvild er tvíburasystir gleðinnar ... þú getur ekki fengið annað án hins!
Dag 7Dag 9

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com