GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 2 OF 31

Allt sem ég veit um landbúnað lærði ég frá pabba mínum sem var alinn upp á bóndabæ fjölskyldunnar fyrir seinni heimsstyrjöldina. Pabbi elskaði landið og það sem það gaf af sér. Hans bestu stundir voru þegar hann mokaði til mold, plantaði fræjum í mjúkri vorjörð, reytti miskunnarlaust illgresi í heitri sumarsólinni og uppskar síðan af því sem hann og Guð höfðu ræktað saman!

Þetta lærði ég af föður mínum: Ef þú plantar agúrkufræjum muntu uppskera glansandi grænar agúrkur. Agúrkufræ leiða aldrei af sér lauka ... eða sellerí ... eða gulrætur. Ef þú plantar túlípanalaukum muntu uppskera fallegan vönd af túlípönum. Túlípanalaukar leiða aldrei af sér drottningarfífil ... eða sígræn tré ... eða gleym-mér-ei. Þú munt alltaf uppskera eins og þú sáir. Fræ geta bara framkallað það sem genakóði þeirra ákvarðar.

Þetta er einnig satt í dýraríkinu því að kettir geta bara eignast kettlinga og geta ekki fætt fíla, hnúfubaka eða jafnvel gríslinga. Dýr, menn og skordýr geta bara fætt það sem genakóði þeirra ákvarðar.

Í konungsríki Guðs er hinsvegar undantekning frá þessum óhrekjanlega genakóða. Í garði Guðs uppskerðu alltaf gleði þegar þú sáir tárum! Ef þú hefur grátið þig í svefn oftar en þú getur talið og upplifað depurð og þunglyndi ... ekki gefast upp! Gleðin er á leiðinni! Tárin þín hafa frjóvgað fræ gleðinnar sem Guð plantaði í garði lífs þíns.

Þau sem hafa sáð tárum harmleiks, sorgar og vonbrigða eiga mestu getuna til að meðtaka gleði.

Gleði er ekki ómöguleiki þegar þú hefur upplifað djúpan andlegan sársauka og áföll en hún er fullvissa í konungsríki Guðs. Guð hefur ekki gleymt þér heldur, himanlifandi, vill hann taka þátt í yfirflæðandi sprengju af gleði! Versta augnablik lífs þíns geta framkallað bestu niðurstöðurnar.

Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com