Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 10 OF 10

Góðar fréttir jólanna Lestu Fyrra Tímóteusarbréf 2:5. Jólin snúast um góðar fréttir. En þessar góðu fréttir snúast ekki um einhverjar sérstakar gjafir. Góður fréttirnar snúast ekki um góðu máltíðina sem þú kemur til með að borða um jólin. Góðu fréttirnar snúast ekki einu sinni um þann tíma sem þú kemur til með að eiga með fjölskyldu og vinum um hátíðarnar. Jólin snúast um góðu fréttirnar af kærleika Guðs. Biblían segir að við séum öll týnd án Guðs. Okkur vanti stefnu í líf okkar. Við erum án verndar hans. Möguleg áhrif okkar á heiminn til eilífðar munu ekki ná fram að ganga. Okkur skortir raunverulega hamingju. Eilíf vera okkar á himnum er ekki tryggð. Góðu fréttir jólanna er að Guð sendi Jesú til að finna og frelsa þá sem eru týndir. Við lesum í Biblíunni, ,,Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús” (Fyrra Tímóteusarbréf 2:5). Ef þú hefur einhverntíman eytt tíma þínum í kirkju þá eru líkur á því að þú hafir heyrt orðið "frelsun" mörgum sinnum. En mögulega veistu ekki hvað orðið þýðir í raun. Að mörgu leiti má líkja orðinu við demant; þú getur horft á það frá mörgum mismunandi sjónarhornum. • Jesús kom til að bjarga okkur. Við getum ekki leyst öll okkar vandamál sjálf. Án Jesú festumst við í þeim væntingum sem aðrir gera til okkar. Við festumst í því að eltast eftir samþykki jafningja okkar. Við erum föst í allskyns fíkn. Við höfum reynt aftur og aftur að breyta okkar fastmótuðu hegðun, en við höfum ekki kraftinn og viljann til þess að sleppa. Jesús kom til þess að gefa okkur þann kraft. • Jesús kom til þess að reisa okkur upp. Við viljum öll ná til baka hlutum í lífi okkar sem við höfum glatað. Án Krists, er löngun okkar að ná til baka fyrri styrk, fyrra sjálfstrausti, fyrra orðspori, fyrra sakleysi og fyrra samband við Guð sem við áttum. Aðeins Jesús getur gert það. • Jesús kom til að hjálpa okkar að tengjast upp á nýtt. Margir halda að Guð muni skamma þá ef þeir koma aftur til hans. Guð er ekki reiður út í þig. Hann þráir að eiga samfélag við þig. Jesús kom til jarðarinnar á fyrstu jólum til þess að við gætum tengst honum aftur og gætum náð samhljómi við hann á ný. Jesús kom til jarðarinnar til þess að gefa sjálfan sig sem gjöf til okkar. Of mörg okkar fögnum komu jólanna án þess að taka á móti þessari gjöf frelsis sem kostar okkur ekki neitt. Gjöfin stendur óupptekin ár eftir ár. Það er ekki gáfulegt! Þú varst skapaður af Guði fyrir Guð. Þangað til að þú skilur það, mun lífið halda áfram að vera torskilið. Notaðu tækifærið um þessi jól og opnaðu mikilvægustu gjöfina sem þér hefur verið gefin: nýtt samband við Guð í gegnum Jesú.

Ritningin

Dag 9

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.