Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 6 OF 10

Ekki ýta Jesú út um þessi jól Lestu Lúkasarguðspjall 10:41-42 Öll elskum við að yfirfylla líf okkar. Við bókum okkur á of marga fundi, eyðum of miklum peningum, ofætlum okkur ýmislegt okkur and oftar en ekki göngum í gegnum lífið hlaðin síþreytu. Afleiðingin þess er að sannleikur Guðs nær ekki að bera ávöxt í lífum okkar. Alltof oft er Guð að kenna þér mikilvæg sannindi – kannski í gegnum Biblíulestur dagsins eða ræðu síðasta sunnudags – við dveljum við þessum sannleika í stutta stund og ætlum okkur að gera eitthvað í málunum, en um leið og við áttum okkur á þessu, lendir þetta í amstri dagsins og við gleymum því. Sannleikanum er ekki ýtt út úr lífi okkar vegna hins illa. Oftar en ekki eru það góðu hlutirnir sem við erum að gera sem ýta út sannleikanum sem Guð vill ávaxta innra með okkur. Til þess að uppfylla tilgang Guðs fyrir líf þitt þá eru allar líkur á því að þú þurfir ekki að gera meira, heldur þurfum við að gera minna. Ef við skoðum vini Jesú, þær Maríu og Mörtu sem dæmi þá buðu þær Jesú einn dag í kvöldmat. María eyddi kvöldinu í að hlusta á það sem Jesú hafði að segja. Marta hins vegar var upptekin við að vera góður gestgjafi og að passa upp á að forréttirnir væru klárir og allt væri eins og það átti að vera. Marta reiddist síðan þegar öll vinnan lenti á henni á meðan María fékk að sitja hjá Jesú allt kvöldið. Þá sagði Jesús við hana „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið.“ (Lúkasarguðspjall 10:41-42). Þegar lífi þínu lýkur er aðeins eitt sem skiptir máli: Þekktir þú son Guðs? Dýru jólagjafirnar sem þú náðir að kaupa vegna þess að þú vannst yfirvinnu munu ekki skipta máli. Allur tíminn sem þú notaðir til þess að útbúa hina fullkomnu jólamáltíð mun heldur ekki skipta máli. Tíminn sem þú eyðir í að þekkja Jesú mun skipta öllu máli fyrir ókomna tíð. Njóttu jólahátíðarinnar. Pakkaðu inn gjöfunum. Hafðu heimilið þitt tilbúið fyrir hátíðarnar. Búðu til minningar með fjölskyldunni þinni. En ekki láta þessi jól framhjá þér fara án þess að gefa þér tíma í nærveru Jesú. Löngu eftir að jólatíðin er liðin verður það það eina sem sitja mun eftir.

Ritningin

Dag 5Dag 7

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.