Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 9 OF 10

Hvað þýðir það að vera týndur? Lesum vers dagsins. Ef þú áttar þig ekki á tilgangi jólanna þá getur þú alveg eins sleppt jólaljósunum og skreytingunum þetta árið. Þú getur alveg eins sleppt því að kaupa jólagjafir. Þú getur alveg eins sleppt því að elda jólamáltíðina. Ef þú veist ekki afhverju við fögnum jólunum þá er allt annað sem við gerum á þessum tíma árs tilgangslaust. Til þess að finna tilgang jólanna þá þurfum við að hraðspóla fram fyrir jötuna, vitringana og fjárhirðana. Jesús sagði okkur sjálfur ástæðu þess að hann kom til jarðarinnar á fyrstu jólum: “Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.” (Lúkasarguðspjall 19:10). Í sinni einföldustu mynd þá kom Jesú vegna þess að maðurinn er týndur án Guðs. Þegar við erum andlega týnd þá þýðir það að við erum fjarri Guði, ótengd og úr jafnvægi. Án Jesú þá eru allir í þessum heimi týndir — óháð því hversu frægir eða ríkir þeir eru eða hversu mikið vald þeir hafa. Það að við séum týnd hefur miklar afleiðingar fyrir líf okkar. Til þess að átta okkur á því hvers vegna Jesú kom til jarðarinnar þurfum við fyrst að skilja hvað það þýðir að vera týndur. Án Guðs erum við týnd hvað varðar: • Þá leið sem við förum. Við höfum lítinn skilning á því hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera með líf okkar. • Vernd hans. Við erum ein þegar við erum ekki undir hans verndarvæng. Það er stór ástæða þess hvers vegna margir eru kvíðafullir. Þeir eru að reyna að lifa lífi sínu í eigin mætti í stað þess að vera undir vernd Guðs. • Möguleika okkar. Við munum aldrei vita um helming þeirra gjafa og hæfileika sem við höfum ef við eigum ekki samfélag við Guð. • Hamingja okkar. Við getum átt alla heimsins peninga og völd en án hans munum við aldrei finna sanna hamingju. • Heimili okkar á himnum. Guð leyfir okkur að fara gegn honum á meðan við erum á jörðunni en það verður engin andstaða leyfð á himnum. Góðu fréttirnar eru þær að enginn sem er týnd(ur) hefur misst verðleika sinn gagnvart Guði. Jafnvel þótt þú eigir ekki samfélag við hann þá skiptir þú gríðarlega miklu máli fyrir Guði. Notkun á orðinu týndur bendir til þess að það séu verðmæti á bak við það sem er týnt. Þegar einhver er tilbúinn að eyða einhverju til að ná til baka því sem týnt er, þá bendir það til þess hversu verðmætur týndi hluturinn er. Í einu þekktasta versi Biblíunnar þá útskýrir Jesú hvað honum finnst um okkur: “Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.” (Jóhannersarguðspjall 3:16). Góðu fréttirnar eru þær að Guð elskaði okkur svo mikið að hann sendi einkason sinn til jarðarinnar á þessum fyrstu jólum til að leita okkur og frelsa. Það er ástæða til að fagna!
Dag 8Dag 10

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.