Von jólannaSýnishorn
Ertu of upptekinn fyrir Jesú?
Lestu Lúkasarguðspjall 2:7
Eitt árið þegar börnin okkar voru yngri þá ákváðum við konan mín að ég myndi velja hvert við færum í frí. Ég ákvað að við myndum fara eitthvert án þess að skipuleggja það of mikið. Sem prestur og leiðtogi eru allir dagar mínir þaulskipulagðir. Að skipuleggja eithvað í frítíma mínum hljómaði því ekki vel.
Við komumst hins vegar að því að þegar þú ert giftur og með börn, þá er ekki góð hugmynd að fara í frí án þess að skipuleggja það. Þar sem við skipulögðum ekki neitt þá enduðum við með að sofa í bílnum okkar fyrstu fjórar næturnar af fimm þar sem við gátum ekki fundið neina gististaði með laus herbergi. Börnunum mínum var ekki skemmt. Á fimmta degi ákváðum við að byrja að skipuleggja næstu daga betur.
Það sem ég lærði í þessu fríi var hvað Biblían á við þegar við lesum söguna af fyrstu jólunum þegar ekkert pláss var fyrir Maríu og Jósef í gistihúsinu.
Komu hins eilífa Guðs og hins útvalda Messíasar hafði verið beðið í þúsundir ára. Spádómar sögðu til um að frelsari heimsins væri væntanlegur. Koma hans myndi hafa það mikil áhrif að tímatal mannkyns yrði miðað við í f.k (fyrir Krist) og e.k. (eftir Krist). Fæðingardagur þinn er tengdur fæðingu Jesú.
Þrátt fyrir þetta var ekkert pláss fyrir son Guðs þegar hann kom í heiminn. Umsjónarmenn gistihússins misstu af mikilvægu tækifæri. Ef Jesú hefði fæðst í einu af herbergjum gistihússins þá hefði umsjónarmaður staðarins getað sett upp risa vaxið skilti í anda Las Vegas með ör sem bendir niður og segir: “Sonur Guðs fæddist hér.” Hann hefði geta hækkað verðið á herbergjunum upp úr öllu valdi. Í stað þess missti hann af stærsta tækifæri lífs síns vegna þess að hann hafði ekki pláss fyrir Jesú. Við getum ekki láð umsjónarmönnum gistihússins fyrir að hafa ekki herbergi fyrir Jesú.
Við gerum þetta oft sjálf. Við erum öll sek um það að gefa honum ekki það vægi í lífi okkar sem hann á skilið.
Við fyllum upp í dagskrána okkar með viðburðum sem blikna í samanburði við Jesú. Við eyðum fjármunum okkar í nýjustu tækin og höfum ekkert til þess að gefa til þeirra verkefna sem Guð er að framkvæma um allan heim. Við eyðum öllum tíma okkar á framabraut og höfum engan tíma til að hjálpa öðrum í kirkjunni okkar eða í nærumhverfi okkar.
Er þú undirbýrð jólahátíðina þetta árið spurðu sjálfa(n) þig þessarar spurningar: Hefur þú pláss fyrir Jesú í þínu gistihúsi?
Ritningin
About this Plan
Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.
More
Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.