Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 5 OF 10

Ekki missa af tækifærinu að sjá Jesú að störfum Lestu Jóhannesarguðspjall 4:10 Á þessari stundu umlykja sjónvarps og útvarpsbylgjur þig. Ef þú værir með loftnetsmóttakara gætir þú séð hvað væri í þessum bylgjum. Jafnvel þó þú sjáir ekki þessar bylgjur þá þýðir það ekki að þær séu ekki til. Þú ert bara ekki tengdur þeim. Þannig var þetta í Betlehem fyrstu jólanóttina. Þrátt fyrir að gistihús væri starfrækt í Betlehem með þann augljósa tilgang að taka á móti ferðalöngum, þá var ekki pláss fyrir mikilvægustu fjölskylduna sem stödd var í Betlehem þetta ákveðna kvöld. Ekki láta þessa mikilvægu samlíkingu sögunnar um okkar eigin hjörtu fara framhjá þér þessi jól. Hjarta þitt var skapað til þess að Guð kæmist þar inn. Þú varst skapaður af Guði fyrir Guð. Lífið mun ekki ganga fullkomlega upp fyrr en þú skilur þetta. Því miður fyllum við líf okkar af alls kyns hlutum. Við bjóðum öðrum gestum í heimsókn. Hjörtu okkar eru uppfull af öðrum hugmyndum, áhugamálum, viðmiðum, ástum og skuldbindingum. Við verðum svo upptekin af lífi okkar að við verðum ekki einu sinn vör við það þegar Jesús birtist. Guð birtist reglulega í lífi okkar með tækifæri sem við teljum að okkur myndi aldrei bjóðast í miðri hringiðu vandamála sem við áttum ekki von á að þurfa að standa í. En allt of oft þá sjáum við hann hreinlega ekki. Þetta gerðist líka oft á dögum Biblíunnar. Jesús kom og talaði við fólk sem áttaði sig aldrei á því hver hann var. Í Jóhannesarguðspjalli lesum við frásögn af því þegar Jesú sat við brunn og kona kom til hans sem var að sækja vatn. Hún þekkti ekki Jesú. Það var ekki nóg með það heldur byrjaði hún að rökræða við son Guðs. Þá sagði Jesú „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn.“ (Jóhannesarguðspjall 4:10). En konan þekkti ekki Jesú. Guð er að störfum allt í kringum þig, ekki bara um jólin, heldur allt árið um kring. Getur verið að þú eða þeir sem þú elskar séuð að missa af honum?

Ritningin

Dag 4Dag 6

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.