Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 7 OF 10

Lærðu að þekkja skaparann þinn Lestu vers dagsins. Á þessum tíma árs höfum við öll mikilvæg verkefni sem við þurfum að klára. Við þurfum að taka saman ársskýrslur. Við þurfum að skipuleggja matarinnkaup fyrir hátíðarnar. Auk þess þurfum við að kaupa gjafir. Það er hins vegar annað sem skiptir miklu meira máli sem þú þarf að einbeita þér að þessi jól: að þróa náið og vaxandi samfélag við Jesú. Hvers vegna þarft þú að þekkja Jesú betur? Það eru að minnsta kosti tvær mikilvægar ástæður fyrir því. Jesús skapaði þig. Biblían segir,” Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. (Jóhannesarguðspjall 1:1-4). Þú hefur ekki aðeins tækifæri til að mæta skapara alheimsins heldur einnig þann sem skapaði þig. Þú hefur heyrt fólk segja “Ef þú ert ekki viss skoðaðu þá leiðbeiningarnar.” Það að þekkja Jesú er ennþá betra. Ef þú vilt komast að því hvernig þú getur fengið sem mest út úr lífinu, er þá ekki best að læra að þekkja þann sem skapaði þig? Í öðru lagi opnar Jesú hjarta þitt til að upplifa líf með tilgangi, friði og krafti. Samfélag með Jesú tryggir þér þinn stað á himnum en það gerir meira en það. Guð hefur lofað okkur öllum sem læra að þekkja hann lífi með ríkum tilgangi, friði og krafti. Tilgangur, kraftur og friður er aðeins byrjunin á því sem Guð vill gefa þér í þessu lífi. Vandamálið er að flestir fylla líf sitt á ómerkilegan hátt með því að fylla lífið af tilgangslausum hlutum. Þegar við nálgumst jólin þetta árið hugsaðu um gistihússtjórann sem hafði ekkert pláss fyrir Jesú á fyrstu jólunum. Það hafði engin áhrif á fæðingu frelsarans. Það hafði engin áhrif á tilgang Guðs í sögunni. Það hafði bara neikvæð áhrif á gistihússtjórann. Hann missti af tækifærinu að hýsa son Guðs þegar hann fæddist inn í þennan heim. Það sama á við um þig. Ef þú tekur þér ekki tíma til þess að læra að þekkja Guð þá missir þú af tækifærinu til þess að læra að þekkja þann sem skapaði þig. Þú missir af tækifærinu til þess að eignast þennan tilgang, frið og kraft sem aðeins fæst gegnum son Guðs. Þú missir af tilgangi lífs þíns ef þú gefur honum aldrei pláss í lífi þínu.
Dag 6Dag 8

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.