Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 8 OF 10

Veldu betra líf Lesum vers dagsins. Þegar ég var barn gaf mamma mín mér spagettí. Mér fannst þetta besti matur sem til var! Seinna uppgötvaði ég hamborgarastað sem heitir "In-N-Out." Ég fór frá góðu lífi í ennþá betra. Spagettíið hennar mömmu var gott en hamborgararnir frá "In-N-Out" voru svo miklu betri. Þú gætir haldið að þú værir að lifa nokkuð góðu lífi núna en hvað ef þú gætir átt ennþá betra líf? Myndir þú ekki vilja vita hvernig það gæti litið út? Því miður er það sem heldur aftur af okkur við að fara í átt að betra lífi, órökrétt skynjun okkar á þvi að við getum séð um okkur sjálf. Við teljum að við séum að standa okkur vel á eigin vegum. Í Sálmi 10:4 segir: ,,Hann hugsar dramblátur: „Guð spyr einskis, enginn Guð er til.“ Þannig hugsar hann." Rétt eins og gistihússtjórinn í jólasögunni (Lúkasarguðspjall 2), þá höldum við að við þurfum ekki fleiri gesti. Við höldum að við höfum allt þar sem við þurfum. Það er aðeins eitt vandamál með hroka: Þú skynjar ekki ástæðuna fyrir því að Guð skapaði þig. Guð skapaði þig til þess að eiga samfélag við sig. Þú munt aldrei ná að uppfylla tilgang hans með líf þitt, en hann er mun öflugri og merkilegri en þig gæti nokkurn tímann grunað, án þess að vera tengdur Guði, því þaðan drögum við kraftinn. Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki of seint. Þú getur eignast samband við hann óháð því hvað hefur gerst í fortíðinni, sama hversu oft þú hefur hafnað honum áður. Guð hefur útbúið mjög einfalda áætlun sem hver sem er getur skilið. Áætlunin inniheldur aðeins þrjú orð: Bjóddu honum inn. Jesús sagði, ,,Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.” (Opinberunarbókin 3:20). Jesús stendur við dyrnar þínar og knýr á. Taktu á móti betra lífi með því að hleypa honum inn í líf þitt. Gerðu hann að leiðtoga lífs þíns. Það mun breyta öllu.
Dag 7Dag 9

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.