Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 3 OF 10

Jólalisti Jesú. Lestu ritningarvers dagsins. Í meira en 50 ár hefur fjölskyldan mín haldið í þá hefð að halda upp á afmæli Jesú. Þessi hefð byrjaði þegar ég var 3 ára gamall og ég spurði móður mína “Hvað eru jólin?” Mamma sagði mér að jólin væru afmæli Jesú. Með þeirri rökhyggju sem ég hafði sem 3 ára barn svaraði ég: “Við þurfum þá að hafa afmælisköku.” Og það var það sem við gerðum, afmæliskaka með öllu sem því fylgir; kerti, söngvar og ávaxtasafar fyrir börnin. Við höfum haldið í þessa hefð í gegnum fjórar kynslóðir. Afmælisveisla Jesú hefur orðið að helgri stund þar sem við lesum saman jólasöguna og deilum því með hvert öðru hvað við getum þakkað fyrir og hvað það er sem við ætlum að gefa Jesú, sem er eitt það eftirminnilegasta við þessa hefð. Oft leyfum við Jesú ekki að vera með um jólin. Ímyndaðu þér ef ég myndi skipuleggja afmælisveislu fyrir þig og bjóða síðan vinum þínum til veislunnar. Allir kæmu með gjafir í veisluna en í stað þess að afhenda þér gjafirnar þá skiptast gestirnir á gjöfum og þú færð ekki neitt. Þannig eru jólin. Við færum öllum gjafir nema Jesú. Verum hreinskilin – hvað gefur þú þeim sem eiga allt? Samt sem áður á Jesú ekki allt. Það eru fjórir hlutir sem Jesú á ekki, nema þú gefir honum þá þessi jól: Gefðu honum traust þitt. Trú er ákvörðun sem við tökum sjálfviljug. Jesús á ekki traust þitt nema ef þú ákveðir að gefa honum það. Hann mun aldrei neyða þig til neins. Settu Jesús í fyrsta sætið í þínu lífi. Ef einhver eða eitthvað skipar fyrsta sætið í þínu lífi þá er það skilgreint sem átrúnaðargoð. Taktu ákvörðun um þessi jól að setja Jesú í fyrsta sætið þegar kemur að fjármálum þínum, áhugamálum, tengslum við aðra, dagskránni þinni – eða jafnvel þegar kemur að erfiðleikum þínum. Gefðu Jesú hjarta þitt. Hjarta þitt segir til um hvað það er sem þú elskar, hvað þú metur mest and hvað hrífur þig mest. Jesús segir “Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.” (Lúkasarguðspjall 12:34). Ein af þessum mikilvægu leiðum til að gefa Jesú hjarta þitt þessi jól er að gefa af fjármunum þínum í hans verk. Jesús þarf ekki á fjármunum þínum að halda, en sækist eftir því sem fjármunirnir tákna, sem oftar en ekki tengist hjarta þínu. Leiddu aðra til trúar. Meira en allt annað þessi jól þá vill Guð að fjölskyldan hans stækki. Hann vill eignast börn sem velja að elska hann og treysta honum. Það er í raun ástæða þess að við höldum jól. Bjóddu einhverjum til Jesú þessi jólin. Segðu einhverjum frá því sem Jesús hefur gert í þínu lífi. Biblían segir frá því að vitringarnir þrír hafi gefið Jesú þrjár verðmætar og merkilegar gjafir þegar þeir heimsóttu hann á fyrstu jólum, þeir komu ekki með afganga, heldur það besta sem þeir áttu. “Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.” (Matteusarguðspjall 2:11). Þegar þú gefur Jesú traust þitt, settu hann þá einnig í fyrsta sætið í þínu lífi, gefðu honum það sem þú telur vera verðmætt og leiddu aðra til trúar á hann. Með því ertu að gefa honum mun verðmætari gjafir en vitringarnir þrír gáfu. Óskaðu Jesú til hamingju með afmælið og gefðu honum allt þitt besta.
Dag 2Dag 4

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.