Von jólannaSýnishorn

The Hope Of Christmas

DAY 2 OF 10

Jesús er verðugur ferðarinnar Lestu Matteusarguðspjall 2:1. Leitin að sannleikanum er ekki eitthvað sem þú gerir í hjáverkum. Það tekur allt sem þú átt. Þetta er lexían sem við lærum af vitringunum í jólasögunni. Vitringarnir voru tilbúnnir til þess að leggja mikið á sig í leit að sannleikanum. Í Matteusarguðspjalli 2:1 lesum við, ,,Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem." Við getum gefið okkur það að það hafi kostað vitringana mikið að ferðast alla þessa leið frá Austurlöndum til Jerúsalem til þess að finna Jesú. Jesús fæddist í Betlehem sem var aðeins rétt tæpum 10 kílómetrum frá Jerúsalem. Þegar Jesús fæddist var Jerúsalem eins konar andlegur miðpunktur heimsins. Margvísleg andleg starfsemi átti sér stað í Jerúsalem. Allir helstu andlegu leiðtogar heimsins voru í Jerúsalem, en enginn þeirra var að leita að Jesú. Aðeins aðilar utan Jerúsalem — vitringarnir þrír frá gjörólíkum menningarheimi — voru að leita að Jesú. Heródes konungur missti af fæðingu Jesú. Allir helstu viðskiptajöfrar þess tíma misstu einnig af fæðingu Jesú. Þetta á við þig líka. Þú getur haft Jesú hjá þér og samt misst af honum ef þú ert ekki að leita eftir honum. En vitringarnar leituðu að Jesú. Þeir voru tilbúnir að leggja í fjögurra til fimm mánaða ferð yfir heita eyðimörkina til þess að finna Jesú. Þeim var alvara með að leita eftir Guði. Þeir voru tilbúnir að gera hvað sem var til þess að finna hann. Það er viska. Þetta er það sem við verðum að gera líka. Við megum ekki láta neitt standa í vegi fyrir leit okkar að Guði. Þetta er það mikilvægasta sem við getum gert í þessum heimi. Jesús sagði að himnaríki væri eins og sjaldgæf perla sem væri það verðmæt að við myndum vilja selja allt sem við ættum til þess að eignast hana. Það virðist vera að vitringarnir frá Austurlöndum hafi áttað sig á þessu löngu áður en Jesú fór með þessa dæmisögu. Vitringarnir voru tilbúnir til þess að fórna öllu sem þeir áttu til þess að tilbiðja Jesú. Þeir voru tilbúnir að fórna þægilegum vistaverum sínum, fara í langa og erfiða ferð vegna þess að þeir höfðu rétt hugarfar í leit sinni aðJesú. Þeir vildu tilbiðja hann. Hverju myndir þú fórna til þess að tilbiðja Jesú?

Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

The Hope Of Christmas

Fyrir allt of marga einstaklinga, þá eru jólin orðin að löngum lista yfir hluti sem þarf að gera sem skilur alla eftir þreytta og þeir óska þess að 26. desember komi brátt. Í þessari röð hugleiðinga, þá vill Rick forstöðumaður hjálpa þér að minnast ástæðunnar fyrir því að þú heldur upp á jólin og af hverju það ætti að breyta því, ekki bara hvernig þú fagnar hátíðunum heldur líka öllu lífi þínu.

More

Þessi hugleiðing © 2014 eftir Rick Warren. Allur réttur áskilinn. Notað með leyfi.