Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 10 OF 10

Annað tækifæri

Sagan okkar og fögnuður endar ekki á páskadag. Þetta er einmitt vandinn við hátíðir: Daglega lífið heldur áfram og við erum skilin eftir með spurninguna; Hvað nú?? Dagurinn í dag snýst um hvernig við göngum fram í þeirri trú að Jesús hafir sigrað vald syndarinnar og gefið okkur nýtt líf í sér.

Manstu eftir Símoni Pétri? Fyrr í þessari viku lásum við um hvernig hann sveik Jesú með því af afneita honum þrisvar. Í dag sjáum við hann og Jesú aftur saman.

Lesum Jóhannesarguðspjall 21:15-19.

Jesús spyr Símon Pétur hvort hann elski sig. Ég held að Jesús hafi hafi ekki verið að spyrja sjálfs sín vegna, heldur fyrir Símon. Ég tel að Jesús hafi verið að gefa Símon Pétri tækifæri, þrjú tækifæri meira að segja, til að staðfesta kærleika sinn til Krists. Í þrjú skipti svaraði Jesús Pétri með dæmum hvernig hann gæti sýnt elsku sína í verki: Gæt þú lamba minna; Ver hirðir sauða minna og gæt þú sauða minna.

Leiðin sem við notum til að segja og sýna Jesú að við elskum hann er ekki með orðum einum saman. Hver sem er getur borið kross um hálsinn, skilgreint sig sem kristinn á Facebook og farið í kirkju á sunnudögum. Jesús segir að ef við elskum hann þá verðum við að gæta sauða (fólksins) hans.

Hann bað SímonPétur ekki einungis að elska fólk, heldur gaf hann honum ein fyrirmæli í viðbót:

Lestu aftur Jóhannesarguðspjall 21:19.

Hann sagði Símoni Pétri að fylgja sér. Það dregur upp fallega mynd af Jesú sem endurlausnara okkar. Það skipti ekki lengur máli að Símon hafi skort trú þegar hann gekk á vatninu. Það skipti ekki máli að Símon hafi afneitaði honum, ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum. Jesús ítrekaði boðið til Péturs að fylgja sér.

Þjófurinn kemur ekki nema til að stela, slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
Jesús (Jóhannesarguðspjall 10:10-11)

Jesús veit allt um þig; Hann þekkir allt það sem hefur farið úrskeiðis í lífi þínu og samt elskar hann þig og vill að þú eigir líf í fullri gnægð.

Þú endurspeglar fegurðina af kærleika hans til þín og sú fegurð birtist einnig í lífi hans, dauða og upprisu. Gakktu því af stað og lifðu lífi þínu í fullri gnægð með því að fylgja Jesú og elska sauðina hans!

Dag 9

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com