Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 6 OF 10

Gleði og friður

Samkvæmt dagatali kirkjunnar þá er dagurinn í dag Skírdagur— en það er dagurinn þegar við minnumst þess sem gerðist við síðustu kvöldmáltíðina sem Jesús átti með lærisveinum sínum. Við höfum setið við þetta borð undanfarna daga.

Þú getur rifjað upp nokkra af þeim atburðum sem gerðust við þetta borð og við höfum lesið um undanfarna daga. Hvað hefur talað mest til þín?

Höldum áfram að hlusta á síðustu skilaboðin sem Jesú deildi með lærisveinum sínum.

Lesum Jóhannesarguðspjall 16:16-33.

Stundum verð ég jafn ráðvilltur og lærisveinarnir voru þegar ég les orð Jesú. Þá þarf ég að hægja á mér svo ég heyri orð hans skýrar.

Þegar þú lest þessi vers hvaða tvo eiginleika segir Jesús að við eigum í honum?

Ég man eftir þeim tíma, áður en ég varð kristinn, þegar ég heyrði fólk tala um friðinn og gleðina sem hægt væri að upplifað í Guði. Stundum fannst mér þessi friður og gleði sem ég sá á fólki sem var kristinnar trúar vera ósannfærandi. Það virkaði stundum fyrir mér — eins og þau væru að reyna of mikið; þetta væru þvinguð viðbrögð.

Eftir að ég varð sjálfur virkur í trúnni áttaði ég mig á því að í reynd finnst sumum að þeir þurfi að setja upp einhvers konar grímu. Vitandi að við eigum aðgang að gleði og frið í samfélagi okkar við Krist þá skellum við stundum upp brosi, lyftum upp höndum og svörum nánast sjálfkrafa &ldquoÞað er ekkert að hjá mér” Það er stundum eins og við gerum ekki ráð fyrir mótlæti í lífi hins kristna.

En það kemur skýrt fram í þessum versum að Jesús segir sjálfur að það munu koma erfiðir tímar og við munum ganga í gegnum mótlæti. Með öðrum orðum: Það verður ekki hjá því komist að við munum þurfa að takast á við mótlæti. Það getur líka verið ákveðið frelsi að átta sig á þessu. Það er enginn sem er með alla hluti á hreinu, enginn lifir fullkomnu lífi. Ritningin segir hins vegar, “hryggð yðar mun snúast í fögnuð” (vers 20) og “þér eigið frið í mér” (vers 33).

Hvers vegna mun hryggð okkar snúast í fögnuð og frið? (Lestu aftur vers 33)

Þvílík gleði! Þvílíkur friður! Jesús Kristur, endurlausnarinn okkar, sagði að hann hefði sigrað heiminn!

Friðurinn sem hann gefur er skilgreindur í Jóhannesarguðspjalli 14:27, “Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.” Friður Guðs er ólíkur þeirri mynd af friði sem heimurinn setur fram. Í þessu versi segir Jesús að sannur friður finnist í Heilögum Anda Guðs.

Áskorun mín til þín í dag er að þú leitir eftir honum í einrúmi og finnir frið mitt í þeim kringumstæðum sem þú ert í. Finndu gleði þína í Guði. Þú munt finna hana, því eins og Jesús sagði í Jóhannesarguðspjalli 16:24, “Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.”

Dag 5Dag 7

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com