Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn
Svik
Svik geta farið illa með fólk.
Hefur þú einhverntíman upplifað svik? Hvernig leið þér þá? Hafa þau svik ennþá áhrif á þig?
Jesús þurfti tvisvar sinnum að mæta erfiðum svikum þessa síðustu daga lífs hans.
Lestu Jóhannesarguðspjall 13:21-30, 36-38.
Að hvaða leyti eru þessar tvær kringumstæður sambærilegar? Að hvaða leyti eru þær ólíkar?
Við vitum að Jesús var líka maður sem gat fundið til, hvernig heldur þú að honum hafi liðið við þessi svik?
Í Matteusarguðspjalli 27:3 er talað um Júdas hafi fengið 30 silfurpeninga fyrir að afhenda Jesú æðstu prestunum. 30 silfurpeninga fyrir að svíkja hann. Hann reyndi seinna að skila peningunum, en þá var það orðið of seint, það var búið að afhenda Jesú til yfirvaldanna.
Það er auðvelt að súpa hveljur yfir því sem Júdas gerði, að einhver gæti selt Jesú og svikið hann.
En hvað með Pétur? Var það ekki nóg fyrir pétur að fá boð umað ganga á vatni og upplifa síðan björgun Jesús þegar hann fór að sökkva, til að tryggja ást og tryggð Péturs gagnvart Jesú? (samanber Matteus 14:22-32) Gæti hann afneitað Kristi sem var nýbúinn að þvo fætur hans?
Svarið er "Já." Þeir voru breyskir rétt eins og við.
En í þessu eru góðar fréttir að finna fyrir okkur öll:
Lestu Rómverjabréfið 8:38-39.
Það er ekkert sem þú getur gert til að klúðra þessu.Ekkert fær breytt kærleika Guðs til þín. ’ Það er ekkert sem þú gætir gert til að breyta því verki sem hann hefur unnið innra með þér. Það er ekkert sem þú getur sem aðskilur þig frá honum.
Ég veit ekki hvaða ákvarðanir þú hefur tekið eða hvaða svik þú hefur upplifað, en eitt veit ég:
Faðir þinn á himnum elskar þig og það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því.
About this Plan
Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?
More