Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn
Upprisan
Í dag fögnum við því að Jesús dó ekki á krossinum—Heldur reis hann upp frá dauðum! Því sem var ætlað að refsa og þagga (dauði Jesú á krossinum) varð að frelsun okkar allra þar sem gröfin gat ekki haldið honum.
Lestu Jóhannesarguðspjall 20:1-29.
Hann lifir. Hann er ekki dáinn. Finnst einhverjum öðrum þetta vera brjálæði? Fyrir aðeins einum degi síðan var hann látinn, búið að setja hann í líkklæði og koma honum fyrir í lokaðri gröf.
Það er hér sem kristin trú fer frá því að vera hugmyndafræði sem inniheldur góðar hugmyndir frá góðum kennara—í umbreytandi trú. Ef líf Jesú hefði snúist um kenningar hans, hvernig hann elskaði fólk and læknaði hina veiku, þá hefði hans verið minnst einvörðungu vegna þeirra þátta. En þannig var það ekki. Heimsmyndin breyttist vegna þess að hann reis upp frá dauðum. Það sem hann og aðrir spámenn fyrir hans tíma sögðu reyndist vera rétt! Upprisa Jesú gerir okkur frjáls frá hlekkjum syndar!
Það getur verið erfitt að meðtaka þetta, ekki satt? Ef við treystum aðeins á eigin skilning þá er ómögulegt að skilja þetta. Páll hvetur okkur í Fyrra Korintubréfi 2:5, “Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs.”
Útfrá mannlegum skilningi er það nánast brjálæði að halda því fram að Jesús hafi dáið á krossinum, risið upp frá dauðum, og að allt mannkyn hafi þannig verið endurleyst frá valdi syndarinnar. En Guð er ekki bara einhver maður sem dó á krossi, Hann var Jesús—á sama tíma Guð og maður. Ef hann var bara maður þá hefði dauði hans á krossi einungis verið dauði merkilegs kennara sem barðist fyrir réttindum fátækra að þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu.
Hann var ekki einungis maður; Hann var einnig Guð að öllu leyti—Sonur Guðs!
Það er þetta sem gerir merkingu páskanna mikilvægari en en margir vilja vera láta. Jesús dó fyrir þig, en hann reis einnig upp frá dauðum þín vegna. Hann kom ekki einungis til að taka á sig synd okkar; Hann kom til að gefa okkur nýtt líf!
Þetta er það sem Kristur hefur gert ef við trúum á krossinn og hina tómu gröf: “Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.” (Síðara Korintubréf 5:17)
About this Plan
Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?
More