Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn
Fórn
Við byrjum á deginum í dag, daginn fyrir Pálmasunnudag, sem markar upphaf dymbilviku, vegna þess að við viljum alls ekki missa af upphafi páskasögunnar. Ef við einblínum um of á mannfjöldann, kameldýrin og pálmatréin þá hættir okkur til að líta framhjá sögu Maríu og fórnarinnar sem hún færði. Þess vegna við byrjum á laugardegi, til þess að við séum tilbúin þegar Pálmasunnudagur gengur í garð.
Í dag byrjum við á lágstemmdan hátt, ekki í kringum fagnandi mannfjölda. Við byrjum á stað þar sem okkur líður vel, í kvöldverðarboði með vinum.
Lesum Jóhannesarguðspjall 12:1-8
Manstu eftir þessum vinum Jesú? Ef ekki, þá er hér stutt samantekt: Systur Lasarusar voru ekki ánægðar að Jesú skyldi hafa tafið för sína á leið til þeirra eftir að hann frétti af veikindum Lasarusar, sem drógu hann til dauða. Við sáum Jesú djúpt hrærðan (Jóhannesarguðspjall 11:35 segir okkur það, “Jesús grét.”) og síðan framkvæmdi hann kraftverk— Hann reisti Lasarus upp frá dauðum!
Þessir vinir Jesú þekktu dauðann en líka upprisuna. Systur Lasarusar höfðu nýlega orðið vitni af því þegar bróðir þeirra gekk lifandi út úr gröfinni (Jóhannesarguðspjall 11:44). Þau hefðu séð hið ómögulega verða að hinu mögulega.
Á meðan á þessum kvöldverði stóð verðum við vitni að óvenjulegu hátterni Maríu. Í versi 3 lesum við, “María smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu.”
Þetta “dýra smyrsli” var ekki eins og venjulegur rakspíri eða ilmvatn. Biblíulegar ritskýringar telja að verðmætt smyrslið hafi mögulega jafnast á við árslaun hefðbundis verkamanns.
Hvers virði eru árslaun í þínum huga? Hugsaðu núna um hvernig tilfinning það væri að skrifa ávísun stílaða á Jesú fyrir þeirri upphæð.
Ég ætti erfitt með að gera það. Ég ætti erfitt með að gefa 10% af launum mínum eða jafnvel að gefa honum 30 mínútur af tíma mínum hvern morgun eða fara í kirkju með trúsystkinum mínum á sunnudegi. En að gefa frá mér árslaun. Nei. Ég gæti það aldrei.
Það er hinsvegar hér sem Páskasagan byrjar—hjá konu, vinkonu Jesú, sem gaf eitthvað sem var henni mikilvægt (“hreint smyrsli”), og auðmýkti sjálfa sig með því að þvo fætur hans með hári sínu. María skildi út á hvað þetta gekk—Kristur á skilið allt okkar besta, allt það besta sem við eigum.
Hvers vegna gefum við honum yfirleitt svona lítið og látum hann jafnvel mæta afgangi?
Ritningin
About this Plan
Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?
More