Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 2 OF 10

Tilbeiðsla

Velkominn í dymbilviku — í dag er eiginlegt upphaf hennar, á Pálmasunnudegi þar sem við lærum að fylgja Kristi í lexíu númer tvö (fyrsta lexían var að fórna því besta sem við eigum): að tilbiðja hann.

Lestu Jóhannesarguðspjall 12:12-19.

Mannfjöldinn var furðu lostinn yfir því sem Jesú hafði gert fyrir Lasarus. Það er áhugavert að í stað þess að hópast að Jesú og biðja hann um að lækna sig þá byrjaði mannfjöldinn að tilbiðja hann. Mannfjöldinn varð svo undrandi yfir því sem sem hann hafði orðið vitni af, að þeirra fyrstu viðbrögð voru að tilbiðja hann.

Ef þú hefðir verið hluti af þessum mannfjölda þennan dag, hver heldur þú að viðbrögð þín hefðu’verið?

Mörg okkar ’ hefðu líklega snúið baki við því sem var að gerast, of upptekin við að ná fullkominni "sjálfu" á snjallsímann þegar Jesús gekk fram hjá og tilbúin að birta myndina með því að hafa @JesusKristur "taggaðan" með myllumerkinu #hosanna. Við myndum svo fljótlega uppfæra appið til að sjá hverjir ,,lækuðu" myndina og mögulega hvort Jesú sjálfum hefði líkað hvernig við "tögguðum" hann við myndina.

Við ’ höfum sum okkar tapað þessu einfalda sambandi við Jesú í hringiðu fjölmiðla og samfélagsmiðla. Samfélag okkar og menning segir okkur að það sem mestu máli skipti, jafnvel þegar að sambandi okkar við Jesú kemur, séum við sjálf.

En mannfjöldinn í Guðspjallinu skildi út á hvað þetta gengur. Þetta snérist um Jesú.

Orðið ,,hósanna" var tiltekið form lofgjörðar en það orð var notað til að fjalla um lausn, hjálp eða frelsun —og var notuð bæði sem bæn og yfirlýsing.

Hverju í fortíð þinni hefur Guð frelsað þig frá?

Hvernig frelsun þarfnast þú frá Guði í dag?

Í dag ’ skaltu rifja upp lag eða sálm sem inniheldur orðið Hósanna. Leyfðu orðunum að vera bæn frá hjarta þínu. Þegar þú ferð með orðið Hósanna hugsaðu þá um frá hverju þú vilt að Guð frelsi þig. Leyfðu orðinu að vera bæn þakklætis þegar þú hugsar um það sem Guð hefur þegar frelsað þig frá.

Já, Drottinn, ég bið þig að, “Lækna hjarta leys frá synd. Ljúk upp augum, sýndu mér þína mynd. Kenndu mér að elska eins og þú elskar mig. Fyll mitt hjarta þinni hryggð. Hlýðinn breiði orð þitt um ’ jarðarbyggð. Meðan held ég héðan burt til himinsins: Hósanna. Hósanna. Hósanna í hæstu hæðum.”

Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com