Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn

The Final Lessons: A Holy Week Plan

DAY 3 OF 10

Þjónusta og kærleikur

Það má segja að ég sé haldin þrifnaðaráráttu. Í því samhengi hefur það því gert mér erfitt fyrir að eiga þrjár litlar stelpur, allar undir 5 ára aldri. Ég næ hreinlega ekki að halda í við þær, sem getur pirrað mig flesta daga. Um daginn keypti ég skilti sem á stóð, “Afsakaðu draslið. Börnin mín eru að skapa minningar.” Ég hengdi upp skiltið og geng fram hjá því 100 sinnum á dag þegar ég labba framhjá haug af Lego kubbum, óhreinum þvotti, ballerínu kjólum, óhreinum diskum og handklæðum sem á eftir að brjóta saman, og ég hvísla að sjálfri mér: “Búum til minningar Becky. Búum til minningar.”

Ég verð svo oft upptekinn af því að lagfæra hluti að ég missi af tækifærinu til að elska.

Lestur’s dagsins segir okkur af kvöldmáltíð Jesú með mönnum sem hann hafði eytt mörgum dögum með. Þetta voru menn sem hann elskaði og skilgreindi sem sem sína eigin.

Lesum Jóhannesarguðspjall 13:1-17 og taktu eftir viðhorfi Jesú til lærisveinanna.

Jesús, sonur Guðs og frelsari alls mannkyns var auðmjúkur og þvoði óhreina fætur 12 lærisveina. Ég held að hann hafi ekki velt mikið fyrir sér óhreinindunum eða lyktinni. Hann vissi að þetta væru síðustu stundirnar með þeim sem hann elskaði og hann vildi að þessi athöfn myndi vekja eftirtekt þeirra; athafnir geta kennt meira en mörg orð. Jesús tók á sig þjóns mynd og þreif óhreina fætur lærsiveinanna.

Lestu aftur Jóhannesarguðspjall 13:15-17.

Hverjum þjónar þú (eða ættir að þjóna)? Samstarfsmönnum eða undirmönnum? Börnum? Herbergisfélögum eða maka? Vinum? Nágrönnum?

Með hvaða hætti gætir þú, táknrænt séð, þvegið fætur þeirra í þessari viku? Eða þarftu jafnvel að þvo fætur einhvers í raun og veru, hver gæti það verið?

Lestu núna Jóhannesarguðspjall 13:34-35.

Með því að þjóna hvert öðru sýnum við í verki kærleika okkar hvert til annars. Jesús segir sjálfur að þannig muni fólk vita að við séum kristin. Vita aðrir’að þú ert kristin/n, lærisveinn Jesú?

Þegar við þjónum öðrum þá sýnum við kærleika í verki. Það hryggir mig að sjá hvernig margir kynna sig sem kristna á samfélagsmiðlum. Við höfum tapað kölluninni að þjóna og elska. Við reynum frekar að þrýsta þeim sem ekki trúa til að líkjast Kristi. Við erum fyrst kölluð til þess að þjóna og elska, ekki til að þvinga aðra til trúar.

Hvernig ætli upplifun annarra af Kristi myndi breytast ef við gætum einbeitt okkur að því að þjóna og elska í stað þess að dæma?

Það er frelsistilfinning að átta sig á því að það er ekki undir okkur komið að breyta eða bjarga heiminum! Það eina sem við erum kölluð til að gera er að þjóna og elska aðra með auðmýkt.

Dag 2Dag 4

About this Plan

The Final Lessons: A Holy Week Plan

Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?

More

Við viljum þakka Becky Kiser hjá Sacred Holidays fyrir að útvega þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.sacredholidays.com