Síðustu kennslurnar: Lestraráætlun fyrir páskavikunaSýnishorn
Þögn
Dagurinn í dag er áhugaverður þar sem lítið eða ekkert er skráð um það sem gerðist. Í stað þess var bara þögn.
Hefur þér einhvern tíman fundist þögn Guðs torskilin? Hefur þú verið óviss um hver vilji hans gæti verið?
Þú ert ekki ein(n) um það. Oft getur verið erfitt að skilja vilja og leiðir Guðs. Jesaja 55:8-9 staðfestir þetta, “’Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn. ‘Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni eru mínir vegir hærri yðar vegum og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.’”
Dagar og smáatriði sem ekki eru skráð í Biblíuna hafa alltaf gert mig forvitinn. Hvað var fólkið að gera? Hugsa? Hvernig leið þeim?
Í dag langar mig að við setjum okkur í þeirra fótspor. Sálmur sem að öllum líkindum var vel þekktur á þeim tíma er það eina sem við ætlum að lesa í dag:
Lestu Sálm 139.
Taktu núna tíma afsíðis með Guði til að kynnast honum á dýpri hátt.
Ritningin
About this Plan
Við skulum nota tækifærið og hægja á okkur í þessari dymbilviku og draga lærdóm af síðustu dögum Krists á jörðinni. Á hverjum degi munum við læra eitthvað nýtt sem hjálpar okkur að þiggja þær gjafir sem hann gaf. Þarft þú að fá nýja áminningu um það sem skiptir Krist mestu máli? Þarft þú áminningu um að fylgja honum og elska náungann? Hvað fleira gæti hann viljað kenna þér í þessari dymbilviku?
More