Byrjaðu upp á nýttSýnishorn

Begin Again

DAY 7 OF 7

Samverski bjargvætturinn

Hér er ein staðreynd sem gæti bjargað lífi þínu: Drukknandi manneskja er sinn eigin versti óvinur. Ekki nálgast hana á meðan hún hefur næga orku til að busla um í vatninu. Hún er í óðagoti og mun grípa í þig verða þess valdandi að þú drukknar líka. Bíddu frekar þangað til að hún er orðin uppgefin og þá skaltu grípa í hana og bjarga henni. Sama á við um hvern þann sem sárvantar Jesús í líf sitt.

Lesið Lúkasarguðspjall 10:25-37 aftur. Spurningin um hvað ég þarf að gera til að öðlast eilíft líf? Var Jesús að segja að með því að vera góður við náunga að þá frelsist maður? Lifa eins og Móðir Theresa? Nei við náum því ekki eingöngu með því að hlýða lögmálinu (Lesið Rómverjabréfið 3:20). Það sem Jesús kenndi okkur er að eina leiðin til að frelsast sé í gegnum hann.

"Verið því fullkomin eins og faðir yðar á himneskur er fullkominn."
(Matteusarguðspjall 5:48)

"Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi"
(Jóhannesarguðspjall 11:25)

"Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig."
(Jóhannesarguðspjall 14:6)

Í Lúkasarguðspjalli 10:27 segir að við eigum að elska Guð og annað fólk. En hvernig fer maður að því að elska náunga sinn í raun? Með óeigingjörnum verkum, fórnfýsi og með því að beita almennri skynsemi.

"Far þú og ger hið sama." (Lúkasarguðspjall 10:37) Það þýðir að þú átt að halda áfram að gera eins og án þess að stoppa. Slíka ást vill Guð að við sýnum náungum okkar. Ef við eigum að vera frelsuð fyrir lögmálið hver er það þá sem sýnir miskun? "Trúað fólk! líkt og Presturinn eða Levítinn?
Trúabrögð þín munu ekki bjarga þér! Hin ólíklegasta manneskja, Samverjinn reyndist vera bjargvætturinn.

Hefur þér einhverntíman liðið svona? Fundist þú örvæntingafull/ur liggjandi í skurði einhversstaðar? Hefuru hrópað svipað og hann gerði til Samverska bjargvættsins? Því þú vissir að hann var þín eina von?

"Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!"
(Markúsarguðspjall 10:47)

"Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég. Sál mín þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki."
(Sálmarnir 63:2)

Veist þú um einhvern sem neitar að taka á móti Jesú vegna þess að hann er hið ólíklega svar við tímabundnum, veraldlegum löngunum? Ættingja eða vin sem þú hefur lengi reynt að ná til. Endilega taktu þér tíma núna til að biðja fyrir honum eða henni.

Líkt og manneskja sem gengur um dimman, rakan dal með eldspítu í hönd. Sama hve mjög hún reynir þá tekst henni ekki að kveikja á eldspítunni vegna rakans. En þegar þú biður þá mun vindur andans byrja að blása og þurrka upp alla bleytuna. Allt í einu hefur breyting átt sér stað! Eldur kviknar í hjörtum manna og kvenna og þau svo bera það áfram til annarra, þangað til allur dalurinn logar með Guði! Svo kröftug er bænin.
Dag 6

About this Plan

Begin Again

Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!

More

Við viljum þakka Herra Boris Joaquin frá Filipseyjum, hann starfar mikið fyrir Guð að ýmsum mikilvægum verkefnum. Hann ásamt eiginkonu sinni Michelle Joaquin settu saman þessa lestraráætlun. Vinsamlegast heimsækið http://www.theprojectpurpose.com/ til þess að fræðast meira um hans góða starf