Byrjaðu upp á nýttSýnishorn

Begin Again

DAY 4 OF 7

Náð Guðs: Hans útrétta hönd.

Ég velti því fyrir mér hvernig henni hefur liðið, gagntekinn af skömm og smánartilfinningu, kannski í bland við reiði, svik og sektarkennd – og tilhugsunina um yfirvofandi dauða. Kannski vildi konan sem gripin var við að stunda framhjáhald frekar dauðann fram yfir meiri skömm sem hún myndi þurfa að horfast í augu við frammi fyrir almenningi.

Enginn, að því er virtist, myndi hjálpa henni.

En þar sem hún beið eftir því að þeir myndu byrja að grýta hana þá féll enginn steinn á hana. Hún var viss um að þessir trúarleiðtogar væru fúsir til að grýta hana til dauða.

"...Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum!" (v.7) Jesús skoraði á þá sem voru svo ákafir í að grýta þessa konu til dauða að ef þeir sjálfir væru syndlausir, aðeins þá ættu þeir að framfylgja dómnum.

Þó að þeir væru fúsir til að deyða hana, andspænis því sem talin var grafalvarleg synd þá var Drottinn ekki búinn með hana. Í raun var Jesús í þann mund að gefa henni tækifæri á nýju upphafi. "Farðu og syndgaðu ekki framar." (v. 11)

Hefur þér einhvern tíma fundist lífi þínu vera lokið? Eftir allar þessar röngu beygjur, syndugar og óskynsamlegar ákvarðanir sem hafa næstum kostað þig framtíð þína eða jafnvel líf þitt? Heldur þú að Guð sé búinn með þig?. Nei! Guð þráir að gefa þér nýtt upphaf.

Guð sér þig og þekkir hjarta þitt. Hann elskar þinn innsta kjarna. Komið til Jesú eins og þið eruð. Náð Guðs er útrétta höndin sem hann býður þér til að gera þér kleift að standa uppréttur og takast á við lífið enn einu sinni - með honum, í þetta sinn.

Ritningin

Dag 3Dag 5

About this Plan

Begin Again

Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!

More

Við viljum þakka Herra Boris Joaquin frá Filipseyjum, hann starfar mikið fyrir Guð að ýmsum mikilvægum verkefnum. Hann ásamt eiginkonu sinni Michelle Joaquin settu saman þessa lestraráætlun. Vinsamlegast heimsækið http://www.theprojectpurpose.com/ til þess að fræðast meira um hans góða starf