Byrjaðu upp á nýttSýnishorn

Begin Again

DAY 2 OF 7

Guð nýs upphafs. Hún hafði enga hugmynd um hvern hún var að fara hitta þann daginn né hvernig hann myndi gjörbreyta lífi hennar. Hún hafði nú þegar verið gift fimm sinnum og var núna búandi með manni sem var ekki eiginmaður hennar. Hún sótti vatnið sitt um hádegisbil og margir kristilegir fræðimenn halda því fram að hún gerði það á þeim tíma því að þá var enginn annar gerði það og þá gat hún gert það í næði. Kannski vildi hún ekki vera meðal fólks því það dæmdi hana vegna þess að það þótti ekki ásættanlegt hvernig hún lifði. Verandi Samverji og kvennmaður þá bjóst hún ekki við því að Jesús myndi ávarpa hana þennan daginn, né heldur biðja hana um að gefa sér að drekka. Hún hafði orð á því sjálf: "Þú ert Gyðingur og ég er Samverji. Hvers vegna ertu að biðja mig um gefa þér að drekka? Hún nefnilega vissi sinn "stað" En Jesús vissi nákvæmlega hver hún var og hvers hún þarfnaðist. Já hann bað hana um drykk, verandi mennskur á göngu í sólinni þá þarfnaðist hann vatns. En svo bauð hann henni hið lifandi vatn, svo hún yðri aldrei þyrst aftur. Hennar líf sýndi hve mjög hún þarfnaðist þess, hvað hjarta hennar þráði að finna sinn stað í veröldinni. Hér var hann nú kominn fram fyrir hana, Messías, heimili hennar. Hún skildi vatnskönnu sína eftir við hliðiná brunninum og hljóp aftur tilbaka til þorpsins og sagði þorpsbúunum frá manninum sem sagði henni frá öllu sem hún hafði gert og spurði svo spurningarinnar sem fékk alla til að hugsa sig um. "Gæti hann verið Messías?" (v. 29) Margir Samverjar tóku trú vegna þess sem hún sagði (vv. 39-42). Þegar Jesús sýndi henni hvað hún hafði gert og bauð henni nýtt líf þar sem hana myndi ekki þyrsta á ný þá gjörbreytti hann lífi hennar. Henni var fyrirgefið, hún fékk nýja sýn á lífið. Hún fagnaði ákaft og hljóp til allra sem hún þekkti og sagði þeim frá fagnaðarerindinu og margir þeirra fundu einnig nýtt líf. Hennar nýja upphaf gaf einnig öðrum nýtt upphaf. Þetta var gleði Krists. Spurningar til að íhuga: 1: Það má segja að merking vatnskönnu konunnar séu tilraunir hennar til að fylla hjarta sitt af ást manna. En hún varð í raun aldrei sátt við það. Hvað með þig? Hvað notar þú til að fylla þína eigin vatnskönnu með? Hversu sátt er hjarta þitt með það? 2. Jesús bauð konunni það sem hjarta hennar þráði. Hann sjálfan. Hann vissi allt um syndir hennar og bauð henni það sem raunverulega gaf henni líf. Jesús býður þér hið sama. Hann þekkir þig og það líf sem þú ert ekki sátt/ur með. og býður þér að kynnast sér, Hann býður þér sig sjálfan, hið lifandi vatn. Má bjóða þér að taka á móti þessari gjöf hins lifandi vatns og fá að upplifa þitt eigið nýja upphaf?

Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

Begin Again

Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!

More

Við viljum þakka Herra Boris Joaquin frá Filipseyjum, hann starfar mikið fyrir Guð að ýmsum mikilvægum verkefnum. Hann ásamt eiginkonu sinni Michelle Joaquin settu saman þessa lestraráætlun. Vinsamlegast heimsækið http://www.theprojectpurpose.com/ til þess að fræðast meira um hans góða starf