Byrjaðu upp á nýttSýnishorn

Begin Again

DAY 5 OF 7

"Neyðarástand" Seinni koma Jesú.

Þegar við horfum í kringum okkur á náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og flóðbylgjur, pólitískan óstöðugleika og óróa, sjálfsmorðsárásir og hryðjuverkaárásir er auðvelt að finna að við séum í "neyðarástandi". Mikil óvissa ríkir um framtíðina. En þetta vitum við fyrir víst: Jesús kemur aftur og heimurinn verður eyðilagður í eldi.

Þegar við höfum orðið vitni að því þegar þjóðir hafa lýst yfir "neyðarástandi" við mismunandi aðstæður, skulum við íhuga hvort við ættum að vera í "neyðarástandi" andlega þegar við undirbúum okkur fyrir síðari komu Jesú!

Í Síðara Pétursbréfi 3: 1-13 segir Pétur okkur að loforðið um að Jesús komi aftur muni rætast. Hvað segir Pétur að muni gerast á þessari jörð í versi 10? Heimurinn verður eyðilagður í eldi. Lestu vers 8 aftur. Hvað haldið þið að þetta þýði?

Hvers vegna bíður Guð svo í versi 9 eftir að uppfylla loforð sitt um að koma aftur og tortíma jörðinni? Það er vegna þess að hann vill ekki að neinn farist. Eina ástæðan fyrir því að Guð seinkar þessum síðasta atburði heimssögunnar er þrá hans um að enginn glatist, og að öllum takist að komast til iðrunar.

Lestu vers 14. Vissan um að Jesús kemur aftur og einnig um eyðingu heimsins í eldi ætti að hafa áhrif á það hvernig við lifum daglegu lífi okkar. Hvernig segir þetta vers að líf okkar eigi að vera? Við ættum að vera flekklaus, óaðfinnanleg og lifa í friði með honum. Þetta er köllun okkar til að byrja aftur. Til að byrja upp á nýtt.

Ef þið vissuð fyrir víst að Jesús myndi koma aftur eftir 3 mánuði frá og með deginum í dag, hvað myndir þú gera öðruvísi? Nefndu nokkur dæmi um nokkur atriði sem þú myndir líklega hætta að gera og hluti sem þú myndir byrja að gera.

Lestu vers 14 aftur. Þegar þið íhugið hvernig þið lifið lífi ykkar, hvað er þá það sem þið þurfið að gera til að geta lifað "í friði með Guði"?

Með allt þetta í huga, eruð þið reiðubúin að hitta hann? Ef ekki, þá ættuð þið að fara og gera ykkur tilbúinn! Þegar við heyrum boðskap sem þennan ætti það að fá glatað fólk til að íhuga þá hræðilegu hættu sem það er í og láta það hlaupa til Krists í iðrun. Eins og vers 10 minnir okkur á, þegar hann kemur, þá verður það skyndilegur atburður!

Nú skulum við leita í hjörtum okkar og ef það eru mál sem þarf að útkljá þá skulum við koma með þau fram fyrir Guð. Vegna þess að Jesús fer að koma.

Þessi sannleikur ætti að hræra í hjörtum manna og fá okkur til að vilja komast eins nálægt Jesú og við getum mögulega komist svo að á þeim tíma sem eftir er gætum við verið notuð af honum til að hjálpa öðrum og boða hans orð. Það er fjöldinn allur í kringum okkur sem hefur aldrei tekið á móti Jesú sem frelsara sínum. Þú gætir verið sá sem nærð til þeirra.

Þegar þú hugsar um þessa hluti, hvern heldur þú þá að Guð vilji að þú talir við? Hversu marga nána ættingja, vini eða nágranna áttu sem enn eiga eftir að kynnast Jesú? Stöldrum við og biðjum hljóðlega fyrir þeim núna. Biðjið að þeir komi til Jesú fyrir seinni komu hans og kynnist honum áður en heiminum verður tortímt í eldi.

Bænastund:
Biðjið þess að við munum átta okkur á því að um neyðarástand er að ræða vegna þeirrar staðreyndar að við lifum á síðustu dögum fyrir síðari komu Jesú og heimsendi.

Biðjið að Guð muni leiða ykkur til fólksins sem hann vill að við deilum fagnaðarerindinu um Jesú með, sem fyrst í þessarri viku.
Dag 4Dag 6

About this Plan

Begin Again

Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!

More

Við viljum þakka Herra Boris Joaquin frá Filipseyjum, hann starfar mikið fyrir Guð að ýmsum mikilvægum verkefnum. Hann ásamt eiginkonu sinni Michelle Joaquin settu saman þessa lestraráætlun. Vinsamlegast heimsækið http://www.theprojectpurpose.com/ til þess að fræðast meira um hans góða starf