Byrjaðu upp á nýttSýnishorn

Begin Again

DAY 3 OF 7

Atvikið á veginum til Damaskus

Breytingin á Sál sem átti sér stað á veginum til Damaskus hefur verið sögð margoft og hún er táknræn fyrir hinar ýmsu breytingar, þá sem hafa verið snertir af heilögum anda og áttu sér nýtt upphaf. Líf Páls breyttist þegar hann fór að trúa á Jesús. Munið að Páll var einnig kallaður Sál. Ekki ruglast vegna þessara tveggja nafna.

Í postulasögunni 9:1-2 voru fylgjendur Krists kallaðir fólk vegarins vegna þess að kristnir segja að Jesús sé hinn eini vegur til frelsunar. (Lesið Jóhannesarguðspjall 14:6). Páll var stoltur leiðtogi meðal gyðinga og vildi ekki viðurkenna að trú sín væri röng.

Sál lagði af stað um veginn til Damaskus með dauða í hjarta sínu, til að ofsækja þá sem voru fylgjendur "vegarins". Á leiðinni þá sá Sál blindandi skært ljós, bjartara en hádegissólin. Því næst heyrði hann rödd sem sagði: "Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?" (Postulasagan 9:4). Þegar Sál spurði hver var að tala við hann þá svaraði röddin: "Ég er Jesús, sá sem þú ofsækir. Stattu nú upp og gakktu til borgarinnar, þar mun þér verða sagt hvað þú þarft að gera" (Postulasagan 9:5-6).

Ananias var ekki sannfærður um að Sál hafi tekið trú á Jesú. Í versi 11 sagði Drottinn Ananaias að það að sjá að Sál væri að biðjast fyrir þá ætti að vera sönnun þess að hann hafi í raun breyst.

Sál var blindur! Guð auðmýkti Sál svo hann myndi skilja hve alvarlega hann þarfnaðist Jesú. Þegar manneskja verður örvæntingarfull þá er Jesús nærri. Samkvæmt Postulasögunni 9:19-22 þá gjörbreyttist líf Sál.

Þetta er lýing Páls á því hvað kom fyrir hann - við sem trúum á Krist ættum að lesa Síðara Kórintubréf 5:17. Ekki margir eiga jafn rosalega upplifun og Sál hafði á veginum til Damaskus en öll getum við sagt að líf okkar hefur breyst eftir að við kynntumst Jesú Kristi. Getur þú sagt það? Getur þú deilt atviki þar sem guð auðmýkti þig til að draga þig nær sér?

Á þessu augnabliki þegar hann upplifði svo mikinn ótta og eftisjá þá skildi hann að Jesús er hinn raunverulegi messías og að hann sjálfur hafi í raun myrt og fangelsað saklaust fólk. Sál skyldi að þrátt fyrir fyrri trú sína sem farísei þá vissi hann núna fyrst sannleikann um Guð og þráði að þjóna honum.

Á þessu augnabliki varð Sál að nýjum manni, hann varð frelsaður, endurfæddur og hann valdi að hætta vera kallaður Sál og tók nafnið Páll, til þess að byrja aftur upp á nýtt.

Ritningin

Dag 2Dag 4

About this Plan

Begin Again

Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!

More

Við viljum þakka Herra Boris Joaquin frá Filipseyjum, hann starfar mikið fyrir Guð að ýmsum mikilvægum verkefnum. Hann ásamt eiginkonu sinni Michelle Joaquin settu saman þessa lestraráætlun. Vinsamlegast heimsækið http://www.theprojectpurpose.com/ til þess að fræðast meira um hans góða starf