GleðistraumurSýnishorn

A Jolt of Joy

DAY 29 OF 31

Ekki bara persónueinkenni, gleði er alltaf gjöfin sem fylgir dýrmætri nærveru hans. Þegar þú býður Jesú að koma inn í hjarta þitt og verða Drottinn yfir lífi þínu teygir gleði himinsins sig niður og umvefur þig alla daga lífs þíns. Gleði er knúið af nærveru en ekki keypt eða heimsent eftir kringumstæðum.

Þú getur búið yfir gleði þegar lífið er að hrynja allt í kringum þig af því að hann hefur lofað að fara aldrei frá þér eða yfigefa þig. Gleði ætti aldrei að koma og fara eins og peningar eða veðrið! Gleði er stöðug alladaga lífs þíns af því að hann er stöðugur í nærveru sinni.

Það er ekkert sem þú getur gert, engin orð sem þú getur sagt sem myndu fjarlægja þig úr nærveru hans. Þú getur hvergi farið sem myndi neita þér um hans stöðuga samfélag og nálægð. Hann er alls staðar nálægur og það felur í sér kraftinn sem kemur með vitneskjunni að hann er alltaf með þér ... alltaf þér við hlið.

Það er ekki einn einasti dagur í lífi þínu sem hann var ekki með þér huggandi þíg og þráði innilegt samband við þig. Gleði er að vita að hann er með þér ... á góðum dögum og hryllilegum ... á tímum þakkargjörðar og á dögum algerar örvæntingar. Gleði nærveru hans umlykur þig og ver þig. Hvíldu þig í dag vitandi að hann er góður og að hann er með þér. Það er ekki til meiri gleði en það!
Dag 28Dag 30

About this Plan

A Jolt of Joy

Biblían segir okkur að ,,gleðignótt er fyrir augliti þínu" og að ,,gleði Drottins er hlífiskjöldur okkar." Gleði er ekki bara hver önnur tilfinning; hún er ávöxtur andans og eitt besta vopnið til að takast á við vonleysi, þunglyndi og uppgjöf. Verðu 31. degi í að læra hvað Biblían segir um gleði og styrktu þig sjálfa/n til að verða glaður kristinn einstaklingur sama hvernig kringumstæður þínar eru.

More

Við viljum þakka Carol McLeod fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.justjoyministries.com