Mundu eftir öllu sem Guð hefur gertSýnishorn

Remembering All God Has Done

DAY 5 OF 5

Ef þú hefur tekið á móti Kristi sem þínum persónulega frelsara þá ert þú ný sköpun. ,,Hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til!" Á síðustu viku þá hefur þú verið að horfa til baka yfir líf þitt til þess að muna eftir krafti Guðs, trúfesti hans, muna eftir þeim einstaklingum sem Guð hefur notað til þess að móta þig sem persónu og fórnina sem hann færði fyrir okkur öll. Notaðu tækifærið í dag til þess að íhuga orðin sem við lesum í síðara Korintubréfi 5:11-21 um endurlausnarkraft Guðs og fyrirgefningu. Það er ekkert kröftugra, ekkert sem sýnir meiri trúfesti, eða lýsir betur þeirri fórn sem Guð færði okkar vegna og sem breytir lífi okkar meira en fyrirgefningin sem Guð hefur gefið okkur öllum í gegnum son sinn Jesú Krist. Taktu þér smá stund í dag til þess að minnast þess hvernig líf þitt breyttist þegar þú upplifðir fyrirgefningu Guðs í fyrsta sinn. Gleymdu algerlega gamla lífinu þínu og reyndu í staðinn að muna þann dag þegar líf þitt breyttist um alla eilífð. Lofaðu Guð og þakkaðu honum fyrir nýja lífið sem þú átt í Kristi.
Dag 4

About this Plan

Remembering All God Has Done

Eðlileg viðbrögð okkar allra eru að horfa til framtíðar en það er mikilvægt að við gleymum aldrei fortíðinni. Þessi 5 daga áætlun en hönnuð til þess að minna þig á allt það sem Guð hefur gert til að móta þig að þeirri persónu sem þú ert í dag. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa og síðan gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að muna helstu viðburðina á göngu þinni með Kristi. Til að fá meira efni um þetta málefni farðu á finds.life.church

More

We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church