Mundu eftir öllu sem Guð hefur gertSýnishorn
Brotning brauðsins er athöfn sem við notum til að minna okkur á. Í 19. versi segir Jesús, ,,Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Gerið þetta í mína minningu." Þegar við tökum þátt í brauðsbrotningu þá erum við að minnast fórnar Jesú þegar hann gaf sjálfan sig og dó á krossinum fyrir syndir okkar. Taktu þér smá stund til þess að hugsa um fórn Krists. Það er fyrir dauða hans og upprisu sem þú hefur eignast nýtt líf og það er því mikilvægt að gleyma aldrei þeirri fórn sem Kristur færði í okkar stað. Framtíð þín hefur breyst og mun aldrei verða söm. Ef þú treystir þér í það, taktu þátt í brauðsbrotningu í dag. Er þú tekur þátt í brotningu brauðsins gerðu það sem Jesús bauð okkur og minnstu þess sem hann gerði.
Ritningin
About this Plan
Eðlileg viðbrögð okkar allra eru að horfa til framtíðar en það er mikilvægt að við gleymum aldrei fortíðinni. Þessi 5 daga áætlun en hönnuð til þess að minna þig á allt það sem Guð hefur gert til að móta þig að þeirri persónu sem þú ert í dag. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa og síðan gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að muna helstu viðburðina á göngu þinni með Kristi. Til að fá meira efni um þetta málefni farðu á finds.life.church
More
We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church