Mundu eftir öllu sem Guð hefur gertSýnishorn
Guð er máttugur Guð. Fyrir honum er ekkert ómögulegt. Hann getur fært fjöll úr stað, fengið sólina til að stöðvast og læknað þá sem sjúkir eru. Í 4. kafla Jósúabókar lesum við hvernig Guð lauk þessu risastóra verkefni að koma Ísraelsmönnum inn í fyrirheitna landið. Guð leiddi Ísraelsmenn úr þrældómi í frelsi, rétt eins og hann hafði lofað. Vegna umfangs verksins þá vildi Guð að Ísraelsmenn gleymdu aldrei því sem hann hafði gert fyrir þá. Guð vildi að Ísraelsmenn gætu munað kraftaverkið sem hann framkvæmdi fyrir þá um alla eilífð og að þeir myndu vita hversu máttugur Guð hann er. Hugsaðu til baka um stund. Guð hefur gert ótrúlega hluti í lífi þínu. Hann hefur mögulega komið með kraftaverk lækningar inn í líf þitt eða leyst þig undan hlekkjum fíknar og farið með þig í þitt eigið fyrirheitna land. Taktu þér smá stund til þess að hugsa um þá ótrúlegu hluti sem Guð hefur gert fyrir þig. Lofaðu hann og gefðu honum loforð að gleyma aldrei þeim ótrúlegu hlutum sem hann hefur gert fyrir þig.
Ritningin
About this Plan
Eðlileg viðbrögð okkar allra eru að horfa til framtíðar en það er mikilvægt að við gleymum aldrei fortíðinni. Þessi 5 daga áætlun en hönnuð til þess að minna þig á allt það sem Guð hefur gert til að móta þig að þeirri persónu sem þú ert í dag. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa og síðan gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að muna helstu viðburðina á göngu þinni með Kristi. Til að fá meira efni um þetta málefni farðu á finds.life.church
More
We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church