Mundu eftir öllu sem Guð hefur gertSýnishorn

Remembering All God Has Done

DAY 3 OF 5

Sálmur 91 er sálmur sem fjallar um trúfesti Guðs. Í þessum sálmi lesum við að Guð sé hæli okkar, hann er vígi okkar, hann bjargar okkur og hann verndar okkur. Það væri hægt að taka þennan sálm saman í eina einfalda staðreynd: Guð er trúfastur í öllum kringumstæðum. Hann er til staðar á góðu stundunum og á slæmu stundunum. Hann er meira að segja á staðnum þegar þér finnst hann ekki vera til staðar. Leiðir okkar í vexti og þroska með Kristi eru ólíkar en trúfesti Guðs er ávallt sú sama. Á hvern hátt hefur þú upplifað trúfesti Guðs í þínu eigin lífi? Taktu þér smá stund til þess að hugsa um trúfesti hans og hvernig hún hefur komið þér í gegnum ólík skeið lífs þíns. Notaðu tækifærið til þess að þakka Guði fyrir trúfesti hans og huggaðu þig við það að hann mun alltaf vera til staðar fyrir þig.

Ritningin

Dag 2Dag 4

About this Plan

Remembering All God Has Done

Eðlileg viðbrögð okkar allra eru að horfa til framtíðar en það er mikilvægt að við gleymum aldrei fortíðinni. Þessi 5 daga áætlun en hönnuð til þess að minna þig á allt það sem Guð hefur gert til að móta þig að þeirri persónu sem þú ert í dag. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa og síðan gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að muna helstu viðburðina á göngu þinni með Kristi. Til að fá meira efni um þetta málefni farðu á finds.life.church

More

We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church