Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn
Gerðu það núna
Ekki klára þessa áætlun nema gera eitthvað með hana. Leiðtogar grípa til aðgerða með upplýsingar sem leiða til breytinga. Hvert er nákvæmlega þitt næsta skref? Guð er reiðubúinn til að gera meira en þú gætir spurt, hugsað eða ímyndað þér, í gegnum kraft hans sem er að störfum.
- Agi til að byrja Þegar þú veist hver þú ert eða hver þú vilt verða, veistu hvað á að gera. Byggt á því hver þú vilt verða, hvaða aga þarftu til að temja þér til að hefjast handa?
- Hugrekki til að stoppa: Byggt á því hver þú vilt verða, við hvað þarftu hugrekki til að hætta? Ekki hugsa aðeins um neikvæða hluti. Þú gætir þurft að hætta að gera eitthvað mikilvægt og úthluta því til einhvers annars.
- Einhvern til að hvetja: Hvern viltu hvetja áfram og efla? Ekki verða eins og lok á krús fyrir fólkið sem þú leiðir. Kannski hveturðu einhvern til að gera eitthvað mikilvægt sem þú hafðir kjark til að hætta.
- Kerfi til að skapa: Hvar sérðu spennu? Hvar eru vandamál skipulagslega séð? Hvaða kerfi þarftu að búa til til að fá þá niðurstöðu sem þú vilt?
- Samband til að hefja: Byggt á því hver þú vilt verða, hvern þarftu að hitta? Hvaða samband þarftu að hefja? Þú gætir verið einu sambandi frá því að breyta áætlun þinni og stefnu.
- Áhætta sem þú þarft að taka: Byggt á því hver þú vilt verða og hvað þú vilt gera, hvaða áhættu þarftu að taka? Ef þú bíður alltaf þangað til þú ert tilbúin/nn verðurðu alltaf of sein/nn.
Vertu að lokum sú/sá sem Guð skapaði þig til að vera. Fólk vill frekar fylgja leiðtoga sem er alltaf raunverulegur en leiðtoga sem hefur alltaf rétt fyrir sér.
Talaðu við Guð: Guð, ég treysti þér til að gera meira en ég gæti nokkurn tíma gert af eigin krafti. Veittu mér visku, hugrekki og styrk til að stíga næsta skref.
About this Plan
Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.
More