Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn

Six Steps To Your Best Leadership

DAY 5 OF 7

Samband til að hefja

Við hófum þessa áætlun með því að ákveða að setja „hvað“ á undan „gera“. Ef þú vilt breyta því hver þú ert, þarftu að breyta með hverjum þú ert. 

Páll postuli, sem skrifaði meiri hluta Nýja testamentisins, upplifði eina af dramatískustu breytingum Biblíunnar. Breytingin í lífi hans var svo mikil að hann breytti nafninu sínu úr Sál í Páll. 

Sál hataði kristna og vildu þau drepin. Páll elskaði kristna það sem eftir var lífs hans. Sál fyrirleit fylgjendur Jesú og ferðaðist til að leita þau uppi. Páll mætti Jesú á ferðalagi og hélt áfram að ferðast til að gera nafnið hans þekkt. Sál varði tíma með trúarleiðtogum til að vinna sig inn leiðina til Guðs. Páll varði tíma sínum með brotnu fólki og leyfði Guði að vinna í gegnum sig.

Í upphafi hittir Pál Jesú í gegnum mikil ljós. Síðan hitti hann Ananías sem hjálpaði honum að finna nýjan styrk og sjá skýrar (bókstaflega). Eftir það hitti hann Barnabas, sem stóð upp fyrir Páli og kynnti hann fyrir lykil leiðtogum kirkjunnar þegar þeir voru enn hræddir við hann. Listinn heldur áfram og í dag er Páll eflaust einn áhrifaríkasti leiðtogi sögunnar.

Rétt eins og Páll, gæti líf þitt verið einu sambandi í burtu frá því að breyta þinni vegferð. Þegar kemur að því að verja tíma með öðrum skaltu ekki bara svara fólkinu sem spyrja. Taktu frá tíma fyrir fólk sem teygja þig, ýta þér áfram og jafnvel sem rugla í heimsmynd þinni.

Lærðu af Páli og kynnstu einhverjum sem þú hefur gagnrýnt. Við dæmum oft það sem við þekkjum ekki. Ekki hitta bara fólk á þínum aldri, á þinni fagstétt eða með svipaða reynslu. Ertu föst/fastur? Finndu einhvern sem er nokkrum skrefum á undan þér. Ef þú ert um þrítugt, finndu einhvern sem er um fertugt og spurðu hvernig þau hugsa öðru vísi en þegar þau voru þrítug. 

Komdu reiðubúin/nn til að hlusta mikið, spyrja góðar spurningar og fylgdu góðu fordæmi. Ekki apa upp það sem aðrir gera, reyndu heldur að skilja hvernig aðrir hugsa. 

Að lokum, ef þú hefur ekki enn komið á sambandi við Jesú, þá gætirðu verið einu sambandi frá því að breyta vegferð þinni í lífinu. Ég veit að það er raunin í mínu lífi. Síðasti lestur ritningarinnar í dag er Páll postuli að lýsa því hvernig það gæti litið út. 

Talaðu við Guð: Guð, þú veist hverja/hvern þú skapaðir mig til að vera. Geturðu sýnt mér hvaða fólk ég á að hitta. Veittu mér visku og styrk til að halda út í réttum samböndum.

Segðu okkur ef þú hefur tekið ákvörðun um að kynnast Jesú .

Dag 4Dag 6

About this Plan

Six Steps To Your Best Leadership

Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.

More

Við viljum þakka Craig Groescel og Life Church fyrir að útvega okkur þessa áætlun. Fyrir meiri upplýsingar skoðið https://www.craiggroeschel.com/