Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn
Áhætta sem þú þarft að taka
Hvort sem þú ert unglingur, í háskóla, löngu komin/nn á atvinnumarkaðinn, jafnvel á eftirlaunaaldri, þá er rétti tíminn til að taka áhættu. Taktu áhættu þegar þú vext og þegar hrörnun á sér stað. Enginn náði nokkru sinni neinu frábæru með því að fara örugga leið.
Ég er ekki að segja þér að taka áhættu á röngum hlutum. Ekki setja heilbrigð sambönd í hættu, ekki setja heilsu þína í hættu og ekki sprengja það sem virkar vel. En hvaða kenningu hefur þú? Hvað er að brjótast um í hjarta þínu? Hvað langar þig að gera? Taktu áhættu í trúnni.
Ég er hrifinn af því sem Jimmy Carter, fyrrverandi forseti, sagði: „Farðu út á brúnina, það er þar sem ávöxturinn er.“
Kannski hefurðu heyrt um ríka en eflaust óheiðarlega viðskiptamanninn í Biblíunni sem klifraði upp í tré bara til að geta litið Jesú augum. Mannorð hans var skemmt eftir að vera yfirtollheimtumaður og hann hafði byggt auðæfi sín á því mannorði. Einn daginn hætti hann orðspori og lífi sínu með því að klifra upp í tré til að sjá Jesú. Jesús sá Sakkeus, bauð sjálfum sér heim til hans og nánast jafnskjótt varð líf Sakkeusar ríkara.
Ef þig langar að vera sá/sú sem þú hefur alltaf verið, gerðu þá það sem þú hefur alltaf gert. Ef þú vilt breyta því hver er þú ert, breyttu því sem þú gerir. Með öðrum orðum, til að breyta ávexti lífs þíns gætirðu þurft að fara út fyrir þægindahringinn.
Þarftu að skrifa bók, bjóða einhverjum á stefnumót, hefja verkefni, byrja í þjónustu, byrja að fara í kirkju, byrja með hlaðvarp eða eitthvað annað? Byggt á því sem Guð er að leiða þig í, hvaða áhættu þarftu að taka?
Act: Segðu einhverjum sem þú treystir um áhættuna sem þú vilt taka. Síðan skaltu taka fyrsta skrefið.
Ritningin
About this Plan
Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.
More