Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn
Kerfi til að skapa
Hugsaðu um vandamál í vinnunni, í teyminu þínu, heima eða í lífinu sem kemur alltaf aftur. Þú gætir talið að þú hafir gæðastjórnun, þjónustu við viðskiptavini, rangt fólk eða stór vandamál heima fyrir en vandamálin eru eflaust vegna kerfisvandamála.
Sem leiðtogar eigum við það til að kenna fólkinu í kringum okkur um vandamálin okkar þegar þau liggja kannski ekki í kringum okkur.
Kannski hugsarðu: „Ég er í raun ekki með neitt kerfi“ eða „þetta er allt frekar sjálfvirkt, ég þarf ekki kerfi.“ Með fullri virðingu fyrir þér, þá hefurðu kerfi. Kerfið þitt gæti hafist á því að þú skoðar tölvupóstinn þinn, dílar við vandamálin um leið og þau koma upp og ferð svo heim með tilfinningarnar út um allt. Það er kerfi líka.
Þú hefur kerfi sem þú hefur búið til eða sem hefur gerst sjálfkrafa, þú hefur allavega kerfi. Kerfin sem þú hefur eru annað hvort niðurstaða þess sem þú hefur skapað eða umborið svo ef þú vilt betri niðurstöðu, byrjaðu á að búa til betra kerfi.
Í fyrsta kafla Biblíunnar var heimurinn ómyndaður og Guð sagði: „Verði ljós.“ Hann aðgreindi dag frá nóttu, jörð frá himni, land frá vatni, fugla frá fiskum og svo framvegis. Þú gætir hafa tekið eftir að Guð setur kerfin saman og heldur ekki áfram fyrr en hann er ánægður og finnst kerfið gott. Að lokum skapar Guð fólkið og gefur þeim leiðbeiningar til að halda utan um öll kerfin, m. a. að hvíla sig einu sinni í viku.
Sköpunin var gerð með kerfi. Páll postuli kallar kirkjuna einn líkama með marga útlimi sem virka með ákveðinn tilgang í huga. Það er kerfi. Kerfi með æðsta leiðtoganum - Jesú.
Eins og heimurinn, eins og kirkjan, eins og líkaminn okkar, er líf þitt fullt af kerfum. Heilbrigð og góð kerfi verða aldrei til fyrir tilviljun. Þau eru búin til viljandi.
Hvaða kerfi þarftu að búa til til að ná þeim árangri sem þú vilt?
Veltu fyrir þér: Hef ég gert Jesú að leiðtoga kerfis míns - lífi mínu? Hvaða spennu er ég að glíma við og hvaða kerfi myndu leysa þau?
About this Plan
Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.
More