Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn

Six Steps To Your Best Leadership

DAY 3 OF 7

Einhvern til að hvetja áfram

Eitt af því fyrsta sem Jesús gerði á þeim þremur árum sem hann þjónaði til fólks opinberlega á jörðinni, var að finna fólk til að hvetja áfram. Hann fann 12, en þú ert ekki Jesús svo kannski þú byrjir bara á einum?

Ef þú hvetur ekki aðra skal ég lofa þér dálitlu - þú verður lok á þá vinnu sem þú reynir að koma í verk. Vinnan þín nær ekki árangri með því sem þú gerir, vinnan nær árangri eftir því hvaða fólk þú hvetur áfram.

Ef Jesús, sonur Guðs, reiddi sig á fólk til að gera það sem hann vildi gera, erum við ekki heldur líkleg til þess að skapa eitthvað merkilegt ein á báti. Byggðu upp fólk og saman gerið þið stóra hluti.

Í gær töluðum við um að hafa hugrekkið til að stoppa. Þú gætir jafnvel þurft að stoppa mikilvæga hluti sem þú hefur ánægju af. Ef þú hefur skýrslu, verkefni eða viðburð sem kemur upp fljótlega, íhugaðu að deila ábyrgðinni. Ef einhver annar getur gert eitthvað 50% jafn vel og þú með þann möguleika að verða enn betri, deildu þá verkefninu og fylgstu með þeim vaxa.

Það fyrsta stóra sem Jesús gerði var að finna fólk til að hvetja áfram og hans síðasta verk á jörðinni var að deila sumum af hans mikilvægustu verkefnum til fylgjenda hans. Við köllum það venjulega kristniboðsskipunina og síðast þegar ég athugaði, þá er það enn að virka.

Hvað geturðu gefið? Hverjum geturðu gefið það? Hvernig muntu þjálfa þau og hjálpa þeim að vaxa?

Þegar þú hvetur rétta fólkið finnst því þau metin, þau vaxa í forystu, þú getur einblínt á eitthvað annað og hvað sem þú leiðir verður sterkara og betra.

Þú getur stýrt vinnunni þinni eða þú getur fengið vöxt en þú getur ekki haft hvoru tveggja. Hvern ætlar þú að hvetja og byggja upp?

Talaðu við Guð: Guð, þakka þér fyrir að treysta mér fyrir að leiða þitt fólk. Hvern á ég að hvetja? Hvað á ég að hvetja þau til að gera?

Skoðaðu þætti 16 og 17 af hljóðvarpinu mínu fyrir meira.

Dag 2Dag 4

About this Plan

Six Steps To Your Best Leadership

Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.

More

Við viljum þakka Craig Groescel og Life Church fyrir að útvega okkur þessa áætlun. Fyrir meiri upplýsingar skoðið https://www.craiggroeschel.com/