Sex leiðir til að hámarka leiðtogafærni þínaSýnishorn

Six Steps To Your Best Leadership

DAY 2 OF 7

Hugrekki til að stoppa

Hafi einhver fæðst með ótrúlega leiðtogahæfileika frá Guði, þá var það Samson. Þrátt fyrir það fór illa fyrir honum því að hann skorti hugrekki til að stoppa.

Það seig á ógæfuhliðina í Dómarabókinni 16:1: Eitt sinn fór Samson til Gasa. Þar sá hann skækju og gekk inn til hennar.

Gasa er í 40 km fjarlægð frá Sorea, heimabæ Samsonar. Í Gasa voru höfuðstöðvar Filistea og Samson var opinber óvinur þeirra númer 1. Þar sem engir leigubílar voru til í tíð Samsonar þá gekk Samson 40 kílómetra inn á svæði óvina sinna til að hitta vændiskonu.

Það eru 56.250 skref. Samson eyðilagði ekki líf sitt í hvelli. Hann tók fyrst 56.250 skref í ranga átt.

Það sama á við um teymið okkar, samtökin okkar, vinnustaðinn okkar, heilsuna okkar og fjölskylduna okkar. Við klúðrum ekki öllu í hvelli. Það gerist hægt og rólega með einni slæmri ákvörðun, skrefi í ranga átt, einum slæmum ávana, einn dag í einu.

Hvers þörfnumst við þá? Hugrekkis til að stoppa. Til að segja nei. Að gera minna. Að forðast að taka eitt skref enn í ranga átt. Hvað þurfum við að gera til að stoppa.

Þetta snýst ekki eingöngu um að hætta að gera það sem er augljóslega rangt. Ertu framkvæmdastjóri? Kannski geturðu hætt meðalmennsku fundum. Ef þú leggur upp með góðar auðlindir fyrir verkefni í meðallagi þá nærðu ekki miklum árangri. Hvaða verkefnum þarftu að hætta? Hvaða mikilvægu verkefnum geturðu þurft að hætta til þess að þú vaxir sem leiðtogi? Til að koma meiru í verk sem leiðtogi, gætirðu þurft að gera minna.

Kannski snýst þetta ekki um vinnu. Kannski ertu eins og Samson og þú hefur tekið eitt, tvö eða kannski 2.000 skref í ranga átt í sambandi, venju eða heilsufarslega. Þá gildir það sama—það er ekki of seint að hafa hugrekki til að stoppa.

Íhugun: Í ljósi þess hvaða manneskja mig langar til að verða, hvar þarf ég hugrekki til að stoppa? Hvað leiðir mig út af sporinu? Hvaða skapsmunir eða staðir koma mér í vandræði? Hver getur hjálpað mér að stoppa?

Náðu þér í leiðbeiningar okkar til að búa til venjur og brjóta aðrar. .

Dag 1Dag 3

About this Plan

Six Steps To Your Best Leadership

Viltu vaxa sem leiðtogi? Craig Groeschel fer yfir sex biblíuleg skref sem hver sem er getur stigið til að verða betri leiðtogi. Þú þarft aga til að byrja, hugrekki til að stoppa, einhvern til að valdefla, kerfi til að skapa, samband til að þróa og áhættu sem þú þarft að taka.

More

Við viljum þakka Craig Groescel og Life Church fyrir að útvega okkur þessa áætlun. Fyrir meiri upplýsingar skoðið https://www.craiggroeschel.com/