JESÚS ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn
“Endalok dauðans”
Jesús sagði við lærisveina sína, “Mannsonurinn [mun] rísa upp á þriðja degi.” Hann sagði þeim þetta í 8. kafla, aftur í 9. kafla og í þriðja sinn í 10. kafla Markúsarguðspjalls.
Það er athyglisvert að sjá hversu oft hann endurtekur sig við lærsiveinana. Á þriðja degi eftir dauða Jesú voru engir karlkyns lærisveinar á svæðinu. Kvennkyns lærsiveinar Jesú komu til hans en aðeins til þess að bera á lík hans dýrar kryddjurtir og smyrsl eins og venja var að gera. Enginn bjóst við að Jesú myndi í raun rísa upp frá dauðum. Ef þú værir Markús og værir að skrifa guðspjall, og vildir að þessi,,skáldsaga" væri tekin trúanleg, og vissir að Jesú hafði ítrekað sagt að hann myndi rísa upp á þriðja degi, væri þá ekki líklegt að þú myndir skrifa inn í söguna að einhver hefði sagt við hina lærisveinanna;,,Þriðji dagurinn er runninn upp. Eigum við ekki allavegana að kíkja og sjá hvort eitthvað hafi gerst? Það getur ekki skaðað neinn." Flestir myndu telja að það væri eðlileg framvinda málsins. En enginn sagði neitt slíkt. Í raun bjóst enginn af lærisveinunumn við því að Jesú myndi rísa upp frá dauðum. Þeim datt það ekki einu sinni í hug. Engillinn sem var fyrir framan tómu gröfina varð að minna konurnar sem komu á það sem gerst hafði:,,Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.” Ef Markús hefði skrifað þetta sem skáldsögu hefði hann aldrei skrifað hana svona.
Hérna er það sem skiptir máli: Upprisa Jesú var jafn óhugsandi fyrir fyrstu lærisveina hans og það var jafn erfitt fyrir þá að trúa því sem hafði gerst og það er fyrir mörg okkar í dag. Að vísu voru ástæður þeirra fyrir því að trúa ólíkar okkar ástæðum í dag. Á tímum Grikkja þá trúðu þeir einfaldlega ekki á að einhver gæti risið upp frá dauðum. Samkvæmt heimssýn Grikkja þá veitti dauðinn sálinni lausn frá hinu líkamlega. Í þeirra augum myndi því upprisa einstaklings aldrei vera hluti af lífi eftir dauðann. Hvað Gyðinga varðar, þá trúðu sumir þeirra á almenna upprisu alls mannkyns í framtíðinni en gátu ekki áttað sig á upprisu einstaklingsins. Almenningur á dögum Jesú var því ekkert meðtækilegri að trúa þeim veruleika að einstaklingur gæti risið upp frá dauðum frekar en almenningur í dag.
Er það erfitt fyrir þig að trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum? Á hvern hátt gefur upprisa Jesú þér nýja von?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Jesús sagði við lærisveina sína, “Mannsonurinn [mun] rísa upp á þriðja degi.” Hann sagði þeim þetta í 8. kafla, aftur í 9. kafla og í þriðja sinn í 10. kafla Markúsarguðspjalls.
Það er athyglisvert að sjá hversu oft hann endurtekur sig við lærsiveinana. Á þriðja degi eftir dauða Jesú voru engir karlkyns lærisveinar á svæðinu. Kvennkyns lærsiveinar Jesú komu til hans en aðeins til þess að bera á lík hans dýrar kryddjurtir og smyrsl eins og venja var að gera. Enginn bjóst við að Jesú myndi í raun rísa upp frá dauðum. Ef þú værir Markús og værir að skrifa guðspjall, og vildir að þessi,,skáldsaga" væri tekin trúanleg, og vissir að Jesú hafði ítrekað sagt að hann myndi rísa upp á þriðja degi, væri þá ekki líklegt að þú myndir skrifa inn í söguna að einhver hefði sagt við hina lærisveinanna;,,Þriðji dagurinn er runninn upp. Eigum við ekki allavegana að kíkja og sjá hvort eitthvað hafi gerst? Það getur ekki skaðað neinn." Flestir myndu telja að það væri eðlileg framvinda málsins. En enginn sagði neitt slíkt. Í raun bjóst enginn af lærisveinunumn við því að Jesú myndi rísa upp frá dauðum. Þeim datt það ekki einu sinni í hug. Engillinn sem var fyrir framan tómu gröfina varð að minna konurnar sem komu á það sem gerst hafði:,,Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.” Ef Markús hefði skrifað þetta sem skáldsögu hefði hann aldrei skrifað hana svona.
Hérna er það sem skiptir máli: Upprisa Jesú var jafn óhugsandi fyrir fyrstu lærisveina hans og það var jafn erfitt fyrir þá að trúa því sem hafði gerst og það er fyrir mörg okkar í dag. Að vísu voru ástæður þeirra fyrir því að trúa ólíkar okkar ástæðum í dag. Á tímum Grikkja þá trúðu þeir einfaldlega ekki á að einhver gæti risið upp frá dauðum. Samkvæmt heimssýn Grikkja þá veitti dauðinn sálinni lausn frá hinu líkamlega. Í þeirra augum myndi því upprisa einstaklings aldrei vera hluti af lífi eftir dauðann. Hvað Gyðinga varðar, þá trúðu sumir þeirra á almenna upprisu alls mannkyns í framtíðinni en gátu ekki áttað sig á upprisu einstaklingsins. Almenningur á dögum Jesú var því ekkert meðtækilegri að trúa þeim veruleika að einstaklingur gæti risið upp frá dauðum frekar en almenningur í dag.
Er það erfitt fyrir þig að trúa því að Jesú hafi risið upp frá dauðum? Á hvern hátt gefur upprisa Jesú þér nýja von?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Ritningin
About this Plan
Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.
More
Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide