JESÚS ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn
“Brauðsbrottning og samfélag”
Mundu hvað Jesús sagði þegar hann tók upp kaleikinn:
Og Jesús tók kaleik, gerði þakkir og gaf þeim og þeir drukku af honum allir. Og hann sagði við þá: „Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga. Sannlega segi ég ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“
(Markúsarguðspjall 14:23–25)
Orð Jesú tákna að fyrir fórnardauða hans okkar vegna er nú kominn nýr sáttmáli milli Guðs og manna. Grunnurinn að þessum nýja sáttmála er blóð Jesú: ,,blóð sáttmálans.” Þegar Jesú tilkynnir það að hann muni ekki borða eða drekka fyrr en hann mætir okkur aftur í Guðs ríki þá er hann að lofa skilyrðislausri tryggð við okkur: ,,Ég mun færa þig inn í faðm föðurins. Ég mun fara með þig í veislu konungsins.” Jesús líkti Guðs ríki oft við stóra veislu. Í Matteusarguðspjalli 8. kafla, segir Jesús, ,,Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs ... í himnaríki.” Jesús lofar því að við munum sitja til borðs í þessari konungsveislu með honum.
Með þessari einföldu athöfn að brjóta brauðið og drekka vínið segir hann: ,,Þetta er líkami minn ... þetta er blóð mitt.” Jesús er með þessu að segja að allar fyrri fórnir og lausnir, lambið í Páskamáltíðinni, bentu allar á hann. Rétt eins og við fyrstu Páskahátíð Gyðinga sem haldin var kvöldið áður en Guð leysti Ísraelsmenn úr þrældómi í gegnum blóð lambsins, þá var þessi páskamáltíð borðuð kvöldið áður en Guð leysti heiminn frá valdi syndarinnar og dauðans með blóði Jesú.
Hvaða er það sem þarf að gerast í huga þínum og hjarta til þess að þú getir af einlægni tekið á móti því sem Jesús er að bjóða?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Mundu hvað Jesús sagði þegar hann tók upp kaleikinn:
Og Jesús tók kaleik, gerði þakkir og gaf þeim og þeir drukku af honum allir. Og hann sagði við þá: „Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga. Sannlega segi ég ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“
(Markúsarguðspjall 14:23–25)
Orð Jesú tákna að fyrir fórnardauða hans okkar vegna er nú kominn nýr sáttmáli milli Guðs og manna. Grunnurinn að þessum nýja sáttmála er blóð Jesú: ,,blóð sáttmálans.” Þegar Jesú tilkynnir það að hann muni ekki borða eða drekka fyrr en hann mætir okkur aftur í Guðs ríki þá er hann að lofa skilyrðislausri tryggð við okkur: ,,Ég mun færa þig inn í faðm föðurins. Ég mun fara með þig í veislu konungsins.” Jesús líkti Guðs ríki oft við stóra veislu. Í Matteusarguðspjalli 8. kafla, segir Jesús, ,,Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs ... í himnaríki.” Jesús lofar því að við munum sitja til borðs í þessari konungsveislu með honum.
Með þessari einföldu athöfn að brjóta brauðið og drekka vínið segir hann: ,,Þetta er líkami minn ... þetta er blóð mitt.” Jesús er með þessu að segja að allar fyrri fórnir og lausnir, lambið í Páskamáltíðinni, bentu allar á hann. Rétt eins og við fyrstu Páskahátíð Gyðinga sem haldin var kvöldið áður en Guð leysti Ísraelsmenn úr þrældómi í gegnum blóð lambsins, þá var þessi páskamáltíð borðuð kvöldið áður en Guð leysti heiminn frá valdi syndarinnar og dauðans með blóði Jesú.
Hvaða er það sem þarf að gerast í huga þínum og hjarta til þess að þú getir af einlægni tekið á móti því sem Jesús er að bjóða?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Ritningin
About this Plan
Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.
More
Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide