JESÚS ​​ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

DAY 3 OF 9

“Meira en þú bjóst við”

Stundum þegar ég leita til Jesú leyfir hann hlutum að gerast sem ég skil ekki. Hann leyfir hlutum að gerast sem voru ekki hluti af áætlun minni og ég jafnvel skil ekki af hverju þeir eru að gerast. En ef Jesús er Guð þá hlýtur hann að hafa ástæðu fyrir því að láta þig ganga í gegnum kringumstæður sem þú skilur jafnvel ekki af hverju þú þarft að ganga í gegnum. Kraftur hans er takmarkalaus en einnig viska hans og kærleikur. Það má vera að hið náttúrulega skipti þig ekki miklu máli en kærleikur Jesú til þín er án takmarka. Ef lærisveinarnir hefðu í raun vitað hversu mikið Jesú elskaði þá og hefðu í raun skilið að hann er bæði voldugur og kærleiksríkur þá hefðu þeir ekki óttast. Forsenda þeirra, það að ef Jesú elskaði þá myndi hann ekki láta neitt slæmt henda þá, var því röng. Hann getur elskað einhvern og á sama tíma leyft einhverju slæmu að gerast vegna þess að hann er Guð og veit því betur en við sjálf hvað það er sem við þurfum á að halda.

Ef það gerir þig reiða(n) að eiga Guð sem er það voldugur og mikilfengilegur að hann ákveður að lina ekki þjáningu þína þá áttu einnig Guð sem nógu öflugur og mikilfengilegur til að hafa ástæður fyrir því sem hann gerir, sem þú skilur ekki. Þú getur ekki bæði sleppt og haldið. Fyrrverandi kennari minn, Elisabeth Elliot náði að fanga þessa hugmynd mjög vel í tveimur stuttum setningum: ,,Guð er Guð, og fyrst hann er Guð er hann verðugur þess að fá löfgjörð mína og lotningu. Ég mun hvergi finna hvíld nema þegar ég er í hans vilja og sá vilji verður að vera ótakmarkaður, ómælanlegur, sem engin orð geta tjáð, og utan míns skilnings." Ef þú verður að treysta á miskunn stormsins þá er kraftur hans óstjórnlegur og hann elskar þig ekki. Eini staðurinn sem við getum fundið skjól og vernd er þegar við erum í hans vilja. En vegna þess að hann er Guð og þú ekki, þá verður vilji Guðs að vera ótakmarkaður, ómælanlegur, sem engin orð geta tjáð, og utan okkar skilnings. Er hann öruggur? ,,Auðvitað er hann ekki öruggur. Hver sagði eitthvað um að hann væri öruggur? En hann er góður. Hann er konungurinn.”

Hvernig getum við fundið frið í Kristi í kringumstæðum sem ýta undir kvíða og/eða vonleysi? Á hvaða sviði í þínu lífi ert þú að bíða eftir hjálp Guðs?

Úrdráttur frá JESUS THE ​​KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller

Einnig frá JESUS ​​KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.

Ritningin

Dag 2Dag 4

About this Plan

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS ​​THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.

More

Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide