JESÚS ​​ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

DAY 1 OF 9

"Kallaður af konungnum"

Fagnaðarerindið snýst ekki um góðar ráðleggingar. Fagnaðarerindið snýst um þær góðu fréttir að þú þarft ekki að vinna þér inn fyrirgefningu Guðs. Jesús með dauða sínum á krossi hefur nú þegar unnið alla vinnuna fyrir þig. Þetta er gjöf Guðs þér til handa, fyrir náð, sem er algjörlega óverðskuldað. Ef þú ákveður að meðtaka þá gjöf og heldur fast í hana þá mun Jesú ekki draga þig í átt að ofstæki eða hófsemi. Þú munt fyllast af ástríðu og setja Jesú í fyrsta sæti í þínu lífi og allt þitt líf mun snúast um hann. Og jafnvel þegar þú hittir einhvern sem hefur annað gildismat en þú eða hefur aðra trúarsannfæringu en þú þá munt þú ekki líta niður á viðkomandi einstakling. Þú munt leitast við að þjóna viðkomandi í stað þess að ofsækja hann.

En afhverju? Vegna þess að fagnaðarerindið snýst ekki um að fylgja góðum ráðum heldur um að fylgja hinum eina sanna konungi. Þetta snýst ekki um að fylgja einhverjum sem hefur valdið og kraftinn til að segja þér hvað þarf að gera. Þetta snýst um að fylgja þeim sem hefur valdið og kraftinn til að gera það sem gera þarf og bjóða þér það síðan sem gjöf.

Hvar getum við séð dæmi um þetta vald? Þegar Jesús var skírður sáum við dæmi um yfirnáttúruleg tákn sem staðfestu guðlegt vald hans. Við sjáum einnig að Símon, Andrés, Jakob og Jóhannes fylgdu Jesú án þess að hika þegar hann kallaði á þá. Þannig að ákall hans hefur vald. Markús talar um þetta í fyrsta kafla Markúsarguðspjalls:,,Þeir komu til Kapernaúm. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi. Menn urðu mjög snortnir af orðum hans því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimennirnir." (Markúsarguðspjall 1:21–22).

Markús notar orðið vald hér í fyrsta sinn. Orðið þýðir bókstaflega,,gert úr upprunanlegum hlutum.” Orðið kemur frá sama grunni og orðið höfundur. Það sem Markús meinar með því að nota orðið vald er að Jesús kenndi um lífið með upprunanlegu valdi í stað afleidds valds.

Hvernig myndi líf þitt vera ef þú gæfir líf þitt að fullu til hins fullkomna konungs? Hvernig væri myndi vinnan þín breytast? Ástarlífið þitt? Fjölskyldulífið? Fjármálin þín? Hvað með tengsl þín við aðra?

Úrdráttur frá JESUS THE ​​KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller

Einnig frá JESUS ​​KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.

Ritningin

Dag 2

About this Plan

JESUS THE KING: An Easter Devotional By Timothy Keller

Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS ​​THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.

More

Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide