JESÚS ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn
“Dýpri lækning”
Jesús veit eitthvað sem maðurinn veit ekki, það er að hann á við miklu stærra vandamál að stríða en líkamleg vandamál. Jesús segir við hann, ,,Ég skil vandamál þín. Ég hef séð hvernig þú hefur þjáðst. Ég mun einnig taka á því. En viltu vinsamlegast átta þig á því að helsta vandamál einstaklinga er ekki líkamleg þjáning heldur synd.”
Ef svar Jesú hneykslar þig íhugaðu þetta þá fyrst: Ef einhver segði við þig, ,,Helsta vandamálið í þínu lífi er ekki hvað hefur komið fyrir þig eða hvað annað fólk hefur gert á þinn hlut, helsta vandamálið er hvernig þú hefur brugðist við því.” Það kaldhæðnislega við þessa staðhæfingu er að það er mun meira uppbyggjandi ef við einbeitum okkur að því sem við höfum stjórn á. Við höfum ekki stjórn á því sem kemur fyrir okkur eða á því hvað aðrir gera á okkar hlut. Við höfum hins vegar stjórn á okkar eigin viðbrögðum. Þegar Biblían talar um synd þá á hún ekki bara við slæmu hlutina sem við gerum. Syndin snýr ekki bara að lygum eða losta eða hverri annarri synd sem til greina kæmi, heldur að hunsa Guð í heimi sem hann hefur skapað. Um að snúast gegn hans vilja með að lifa lífi okkar án lifandi sambands við hann. Með því erum við í raun að segja, ,,Ég ætla að ákveða hvernig ég lifi lífi mínu.” Jesús segir að það sé okkar helsta vandamál.
Jesús er með þessu að benda lamaða manninum á stærsta vandamálið í lífi hans og að fá hann til þess að skoða líf sitt á dýpri hátt. Jesús er að segja við hann, ,,Með því að koma til mín og biðja mig aðeins um að lækna þig líkamlega þá ertu ekki að skoða líf þitt á nógu djúpan hátt. Þú hefur vanmetið langanir þínar og þarfir hjarta þíns.” Allir þeir sem hafa lamast óska þess heitar en allt að geta gengið á ný. Sama á við um þennan mann. Allar hans vonir snérumst um þann möguleika að geta gengið á ný. Án efa þá hugsaði hann, ,,Bara ef ég gæti gengið á ný myndi ég vera sáttur við líf mitt. Ég mun aldrei aftur vera óhamingjusamur, ég mun aldrei aftur kvarta. Bara ef ég gæti gengið aftur myndi allt verða í lagi á ný.” En Jesús segir við hann, ,,Sonur minn, þér skjátlast.” Það getur hljómað harkalega en er samt svo satt. Jesús segir við hann, ,,Þegar ég lækna líkama þinn, og það er það eina sem ég geri, þá getur verið að þú teljir að þú munir ekki verða óhamingjusamur á ný. En bíddu bara í tvo mánuði, fjóra eða lengur, og þú munt komast að því að hamingjan mun ekki endast lengi. Rætur óhamingjunnar í hjörtum mannanna teygja sig mun dýpra.”
Af hverju var fyrirgefningin í raun dýpsta þörf lamaða mannsins? Hvers vegna er hún einnig okkar dýpsta þörf? Hvaða aðrar þarfir teljum við að séu dýpri en þörf okkar fyrir fyrirgefningu?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Jesús veit eitthvað sem maðurinn veit ekki, það er að hann á við miklu stærra vandamál að stríða en líkamleg vandamál. Jesús segir við hann, ,,Ég skil vandamál þín. Ég hef séð hvernig þú hefur þjáðst. Ég mun einnig taka á því. En viltu vinsamlegast átta þig á því að helsta vandamál einstaklinga er ekki líkamleg þjáning heldur synd.”
Ef svar Jesú hneykslar þig íhugaðu þetta þá fyrst: Ef einhver segði við þig, ,,Helsta vandamálið í þínu lífi er ekki hvað hefur komið fyrir þig eða hvað annað fólk hefur gert á þinn hlut, helsta vandamálið er hvernig þú hefur brugðist við því.” Það kaldhæðnislega við þessa staðhæfingu er að það er mun meira uppbyggjandi ef við einbeitum okkur að því sem við höfum stjórn á. Við höfum ekki stjórn á því sem kemur fyrir okkur eða á því hvað aðrir gera á okkar hlut. Við höfum hins vegar stjórn á okkar eigin viðbrögðum. Þegar Biblían talar um synd þá á hún ekki bara við slæmu hlutina sem við gerum. Syndin snýr ekki bara að lygum eða losta eða hverri annarri synd sem til greina kæmi, heldur að hunsa Guð í heimi sem hann hefur skapað. Um að snúast gegn hans vilja með að lifa lífi okkar án lifandi sambands við hann. Með því erum við í raun að segja, ,,Ég ætla að ákveða hvernig ég lifi lífi mínu.” Jesús segir að það sé okkar helsta vandamál.
Jesús er með þessu að benda lamaða manninum á stærsta vandamálið í lífi hans og að fá hann til þess að skoða líf sitt á dýpri hátt. Jesús er að segja við hann, ,,Með því að koma til mín og biðja mig aðeins um að lækna þig líkamlega þá ertu ekki að skoða líf þitt á nógu djúpan hátt. Þú hefur vanmetið langanir þínar og þarfir hjarta þíns.” Allir þeir sem hafa lamast óska þess heitar en allt að geta gengið á ný. Sama á við um þennan mann. Allar hans vonir snérumst um þann möguleika að geta gengið á ný. Án efa þá hugsaði hann, ,,Bara ef ég gæti gengið á ný myndi ég vera sáttur við líf mitt. Ég mun aldrei aftur vera óhamingjusamur, ég mun aldrei aftur kvarta. Bara ef ég gæti gengið aftur myndi allt verða í lagi á ný.” En Jesús segir við hann, ,,Sonur minn, þér skjátlast.” Það getur hljómað harkalega en er samt svo satt. Jesús segir við hann, ,,Þegar ég lækna líkama þinn, og það er það eina sem ég geri, þá getur verið að þú teljir að þú munir ekki verða óhamingjusamur á ný. En bíddu bara í tvo mánuði, fjóra eða lengur, og þú munt komast að því að hamingjan mun ekki endast lengi. Rætur óhamingjunnar í hjörtum mannanna teygja sig mun dýpra.”
Af hverju var fyrirgefningin í raun dýpsta þörf lamaða mannsins? Hvers vegna er hún einnig okkar dýpsta þörf? Hvaða aðrar þarfir teljum við að séu dýpri en þörf okkar fyrir fyrirgefningu?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Ritningin
About this Plan
Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.
More
Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide