JESÚS ER KONUNGURINN: Hugleiðing um Páskana eftir Timothy KellerSýnishorn
"Krossfestur konungur"
Þegar æðsti presturinn spurði hann: "Ert þú Kristur, sonur hins blessaða?" Jesús sagði: ,,Ég er." Með því að svara eins og hann gerði, er Jesús að segja: ,,Ég mun koma til jarðar í dýrð Guðs og dæma allan heiminn." Það er ótrúleg yfirlýsing. Þetta er viðurkenning á guðdómleika.
Af öllu því sem Jesús hefði getað sagt - og það eru svo margir textar, þemar, myndir, myndlíkingar og vers í hebresku ritningunum sem hann hefði getað notað til að segja hver hann var - þá tekur hann það sérstaklega fram að hann sé dómarinn. Með því að velja þann texta, þá þvingar Jesús okkur vísvitandi til að sjá þversögnina. Það hafa átt sér stað gríðarleg umskipti. Hann er dómarinn yfir öllum heiminum, en er dæmdur af heiminum. Hann ætti að vera í dómarasætinu og við ættum að vera í höggstokknum í keðjum. Öllu er snúið á hvolf.
Um leið og Jesús segist vera dómarinn, og um leið og hann lýsir yfir guðdómaleika sínum, þá eru viðbrögðin mikilfengleg. Markús skrifar: ,,Jesús sagði: „Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins.“ Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?“ Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: „Þú ert spámaður, hver sló þig?“ Eins börðu þjónarnir hann.
(Markús 14: 62-65)
Æðsti presturinn reif eigin klæði í sundur, til að lýsa móðgun, hryllingi og sorg. Eftir það leystust réttarhöldin upp. Reyndar voru þetta ekki lengur réttarhöld; heldur breyttust þau í uppþot. Kviðdómendurnir og dómararnir byrjuðu að skyrpa á hann og slá. Í miðjum réttarhöldunum missa þeir algjörlega vitið. Hann er strax dæmdur fyrir guðlast og dæmdur til dauða.
Þó svo að ég og þú getum ekki bókstaflega skyrpt í andlit Jesú, þá getum við enn hæðst að honum og hafnað. Með hvaða hætti erum við líkleg til að hafna Jesú sem Guði?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Þegar æðsti presturinn spurði hann: "Ert þú Kristur, sonur hins blessaða?" Jesús sagði: ,,Ég er." Með því að svara eins og hann gerði, er Jesús að segja: ,,Ég mun koma til jarðar í dýrð Guðs og dæma allan heiminn." Það er ótrúleg yfirlýsing. Þetta er viðurkenning á guðdómleika.
Af öllu því sem Jesús hefði getað sagt - og það eru svo margir textar, þemar, myndir, myndlíkingar og vers í hebresku ritningunum sem hann hefði getað notað til að segja hver hann var - þá tekur hann það sérstaklega fram að hann sé dómarinn. Með því að velja þann texta, þá þvingar Jesús okkur vísvitandi til að sjá þversögnina. Það hafa átt sér stað gríðarleg umskipti. Hann er dómarinn yfir öllum heiminum, en er dæmdur af heiminum. Hann ætti að vera í dómarasætinu og við ættum að vera í höggstokknum í keðjum. Öllu er snúið á hvolf.
Um leið og Jesús segist vera dómarinn, og um leið og hann lýsir yfir guðdómaleika sínum, þá eru viðbrögðin mikilfengleg. Markús skrifar: ,,Jesús sagði: „Ég er sá og þið munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hins almáttuga og koma í skýjum himins.“ Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?“ Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan. Þá tóku sumir að hrækja á hann, þeir huldu andlit hans, slógu hann með hnefunum og sögðu við hann: „Þú ert spámaður, hver sló þig?“ Eins börðu þjónarnir hann.
(Markús 14: 62-65)
Æðsti presturinn reif eigin klæði í sundur, til að lýsa móðgun, hryllingi og sorg. Eftir það leystust réttarhöldin upp. Reyndar voru þetta ekki lengur réttarhöld; heldur breyttust þau í uppþot. Kviðdómendurnir og dómararnir byrjuðu að skyrpa á hann og slá. Í miðjum réttarhöldunum missa þeir algjörlega vitið. Hann er strax dæmdur fyrir guðlast og dæmdur til dauða.
Þó svo að ég og þú getum ekki bókstaflega skyrpt í andlit Jesú, þá getum við enn hæðst að honum og hafnað. Með hvaða hætti erum við líkleg til að hafna Jesú sem Guði?
Úrdráttur frá JESUS THE KING eftir Timothy Keller.
Endurprentað með samkomulagi við Riverhead Books, sem er meðlimur í Penguin Group (USA) LLC, A Random House Company. Höfundarréttur © 2011 frá Timothy Keller
Einnig frá JESUS KING STUDY GUIDE eftir Timothy Keller og Spence Shelton, Höfundarréttur (c) 2015 af Zondervan, deild innan HarperCollins Christian Publishers.
Ritningin
About this Plan
Timothy Keller, sem er metsöluhöfundur á lista New York Times og virtur prestur, deilir hér röð Biblíuáætlana úr lífi Jesú eins og frá því er sagt í Markúsarguðspjalli. Þegar hann fer í gegnum þessar sögur færir hann okkur nýja innsýn í tenginguna á milli okkar eigin lífs og lífs sonar Guðs, er við göngum inn í Páskavikuna. JESUS THE KING er bók og með henni fylgja lestrarleiðbeiningar fyrir litla hópa, og fæst á mörgum stöðum þar sem kristilegar bækur eru seldar.
More
Úrdráttur úr bók útgefinni af Riverhead Books, sem er hluti af Random House Penguin, og lestrarleiðbeiningar útgefnar af HarperCollins Christian Publishers. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.penguin.com/book/jesus-the-king-by-timothy-keller/9781594486661 eða http://www.zondervan.com/jesus-the-king-study -guide