Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 9 OF 14

Þessi er ekki sek(ur).

Það er auðvelt að fyrirlíta Faríseana á dögum Jesú fyrir þröngsýni og heimsku, hvernig þeir réttlættu sjálfa sig í sífellu og dæmdu aðra og hversu blindir þeir voru gagnvart eigin synd. Það er líka auðvelt að hæðast að lærisveinum Jesú og segja að þeir hafi verið kjánar sem oft misskildu markmið og tilgang Jesú. Það er mjög auðvelt í dag að horfa í kringum sig og sjá illgjörðarmenn allt um kring.

Hefur þú séð illgjörðarmanninn í speglinum?

Rómversku hermennirnir krossfestu Krist. Æðasta ráð Gyðinganna krossfesti Krist. Rómverska dómskerfið, þar með talið landstjórinn Pontíus Pílatus, krossfesti Krist. Jesaja spámaður gerði það líka og einnig við. ,,Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis” (Jesaja 53:3).

Það var fyrir allt þetta synduga fólk, fyrir okkur, sem Jesús þurfti að fæðast á jörðunni, lifa fullkomnu lífi og að lokum deyja sem saklaus maður. Með blóði sínu greiddi hann gjaldið fyrir okkur. Það er vegna dauða hans sem faðirinn getur sagt um okkur: ,,þessi er ekki sek(ur)."

Fyrir hans benjar, og einungis fyrir hans benjar erum við læknuð.

Ritningin

Dag 8Dag 10

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

More

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org